Sr. Eiríkur valinn prestur við Hallgrímskirkju

28. júní 2023
Fréttir
Sr. Eiríkur Jóhannsson

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur í Háteigsprestakalli, hefur verið valinn í embætti prests við Hallgrímskirkju við hlið sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur sóknarprests. Hann er Hallgrímssöfnuði að góðu kunnur þar sem hann þjónaði við kirkjuna veturinn 2021-2022 á meðan á námsleyfi Irmu Sjafnar stóð. 

Sr. Eiríkur vígðist til Skinnastaðarprestakalls í Þingeyjarprófastsdæmi 1989 og þjónaði þar til ársins 1996 þegar hann varð sóknarprestur í Hrunaprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hann varð prófastur í Árnesprófastsdæmi 2008. Hann hefur gegnt embætti prests í Háteigsprestakalli síðan 2014.