Orgeltónleikar - Steinar Logi Helgason

26. febrúar

Steinar Logi Helgason organisti í Hallgrímskirkju flytur verk eftir J.S. Bach, Olivier Messiaen og César Franck laugardaginn 2. mars kl. 12.00

Steinar Logi Helgason hóf störf sem kórstjóri Hallgrímskirkju í ágúst 2021. Steinar Logi lærði á píanó í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Nýja Tónlistarskólanum og í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann hóf nám í Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 2010 og kláraði þar kirkjuorganistapróf og lauk síðar bakkalársgráðu úr Kirkjutónlistarbraut Listaháskóla íslands undir handleiðslu Björns Steinars Sólbergssonar.
Steinar Logi stundaði meistaranám í ensemble conducting við Konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan í árslok 2020. Steinar hefur stjórnað fjölda kóra og starfað sem organisti, píanisti og stjórnandi á mörgum vígstöðum. Hann var tilnefndur ásamt Cantoque ensemble sem tónlistarhópur ársins 2021 í flokki Sígildrar- og samtímatónlistar.

Efnisskrá

Johann Sebastian Bach (1685 – 1750)
     úr Orgelbüchlein
          O Lamm Gottes, unschuldig, BWV 618
          Christus, der uns selig macht, BWV 620
          Da Jesu an dem Kreuze stund, BWV 621
          O Mensch, bewein dein Sünde groß, BWV 622

Olivier Messiaen (1908 – 1992)
          Le Banquet Céleste

César Franck (1822 — 1890)
          Chorale Nr. 2 í h-moll

Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir 2.500 kr.

Hallgrímskirkja - Þinn tónleikastaður!