Steinunn er Passíusálmalesari 30. mars

29. mars 2021
Steinunn B. Jóhannesdóttir hefur skrifað frábærar bækur, ritgerðir og greinar um Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur. Hún gerþekkir sálma Hallgríms og þessa föstu les hún Passíusálmana í Ríkisútvarpinu, rás 1. Og flesta mánudaga og þriðjudaga hefur hún lesið passíusálm í Hallgrímskirkju kl. 12 á hádegi. Þriðjudaginn 30. mars les hún passíusálm í síðasta sinn þetta árið, 48. sálm. Í viðtali á hljóðvarpi þjóðkirkjunnar segir Steinunn segir frá kynnum sínum af Passíusálmum og höfundi þeirra og konu Hallgríms, Guðríði Símonardóttur. Viðtalið er að baki þessari smellu.