Ísabella Helga Seymour er fermd og fékk Passíusálma að gjöf. Í kirkjunni var hún sjálf gleðigjafi, hrósaði fólki sem brást vel við þessari ungu og geislandi konu. Já og Ísabella Helga sendi mér þessar líka fínu myndir og þakkaði fallega fyrir sig. Það er rækt í svona sjálfstæði og þakkarafstöðu. Svo kemur hún vonandi aftur þegar hún staldrar við á Íslandi í framtíðinni. Svo samverkar allt til góðs í lífi hennar og hún á í Guði öflugan bandamanna. Sumarfermingar eru líka skemmtilegar. IHS.