Sumarstarf í Hallgrímskirkju - kirkjuverðir óskast

28. mars 2023
Fréttir

Hallgrímskirkja óskar eftir duglegum og áreiðanlegum starfskröftum í sumarvinnu, frá maí/júní til og með september.

Meðal verkefna kirkjuvarða eru daglega umsjón með kirkju auk undirbúnings fyrir helgihald, móttaka, afgreiðsla í verslun, þrif, umsjón með eldhúsi og ýmislegt fleira sem til fellur. Um er að ræða kvöld og helgarvinnu að mestu. Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri.

Reglusemi, þjónustulund og tungumálakunnátta er nauðsynleg og reynsla af afgreiðslu og þjónustustörfum er æskileg.

Áhugasamir hafi samband við Grétar Einarsson eða sendi ferilskrá ásamt kynningarbréfi á netfangið gretar@hallgrimskirkja.is

Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2023.