Sumartónleikar Schola Cantorum í Hallgrímskirkju í dag

06. júlí 2016

Sumartónleikar Schola cantorum í Hallgrímskirkju í dag


Hinn margverðlaunaði kammerkór Hallgrímskirkju syngur tónleika í hádeginu í dag, miðvikudag, á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju. Kórinn er þekktur fyrir einstaklega tæran hljóm sinn. Á efnisskránni eru íðilfögur kórverk án undirleiks sem valin eru með tilliti til hljómburðar kirkjunnar. Má þar nefna Heyr himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Stóðum tvö í túni eftir Hjálmar H. Ragnarsson en á sumartónleikum Schola cantorum þetta árið er áhersla lögð á íslenskan tónlistararf. Tónleikarnir hefjast kl. 12.

 Aðgöngumiðar eru seldir klukkustund fyrir tónleika í anddyri kirkjunnar og kosta 2500 kr.