Sunnudagaskólinn hefst 3. september

31. ágúst 2023
Fréttir

Sunnudagaskólinn hefst í Hallgrímskirkju 3. september kl. 11.00.
Ragnheiður Bjarndóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir, Kristný Rós Gústafsdóttir, Alvilda Eyvör Elmarsdóttir, Erlendur Snær Erlendsson og Lára Ruth Clausen bjóða alla krakka velkomna í fjölbreytt og vandað sunnudagaskólastarf.
Sunnudagaskólastarf er sprotastarf í kirkjunni og sniðið að þörfum yngstu kynslóðanna. Við byrjum inn í kirkju ásamt öllum þeim sem sækja messu á sunnudegi. Hlustum á klukkurnar og orgelið bjóða alla velkomna í Hallgrímskirkju. Við syngjum saman og eftir stuttan upplestur úr Biblíunni náum við í ljós við altarið og förum saman sem viljum inn í Suðursal Hallgrímskirkju. Þar höldum við áfram að syngja, leika og læra , föndra og tala saman og fáum smá hressingu. Velkomin í sprotastarf Hallgrímskirkju á sunnudagsmorgnum kl. 11.00