Sunnudagaskólinn og fleira hefst á ný!

Á sunnudaginn kemur, 6. feb. kl. 11:00 byrjar sunnudagaskólinn aftur og því fylgir mikil gleði, en sunnudagaskólinn hefur legið niðri síðan á 4. í aðventu vegna sóttvarnaraðgerða. Sunnudagaskólinn hefst inn í guðsþjónustunni og svo leiða leiðtogar hópinn niður í kórkjallarann. 

Sumt barnastarf hefur verið með eðlilegum hætti í Hallgrímskirkju á nýju ári en æskulýðsfélagið Örkin og unglingar  byrjar aftur með fundi á mán. 7. feb. nk. Unglingarnir hittast á mán. kl. 18-19:30 og er starfið í kórkjallaranum. Það verður Æskulýðsmót fyrir unglingana í Vatnaskógi 11.-13. mars. Öll ungmenni í 8.-10. bekk eru hjartanlega velkomin í Örkina. 

Alla miðvikudagsmorgna eru foreldramorgnar kl. 10-12 í kórkjallaranum. Núna er aftur hægt að bjóða upp á stutta söngstund fyrir foreldrana og krílin á foreldramorgnum. Það er boðið upp á kaffi og léttar veitingar.