Sunnudagsmessa og barnastarf á konudaginn, 21. febrúar kl. 11.00

20. febrúar 2016
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Prédikun flytja þær Inga Harðardóttir guðfræðingur og Irma Sjöfn Óskarsdóttir.  Vilborg Dagbjartsdóttir les ljóð og Hjördís Jensdóttir flytur stutt ávarp fyrir hönd Kvenfélags Hallgrímskirkju á konudegi. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja og organisti er Björn Steinar Sólbergsson.  Barnastarfið er í umsjá Ingu, Rósu og Sólveigar Önnu.  Kaffisopi eftir messu.

Í tilefni dagsins syngjum við m.a. sálma samda af konum:

584 Stjörnur og sól
343 Skín guðdómsól á hugarhimni mínum (erindi 1, 2, 3, og 5)
_____________
Kórsöngur:
Játning e. Steinunni Jóhannesdóttur/Elínu Gunnlaugsdóttur
Lexía: 1Mós 32.24-30
Jakob varð síðan einn eftir og maður nokkur glímdi við hann uns dagur rann. Þegar honum varð ljóst að hann gæti ekki sigrað Jakob sló hann á mjöðm hans svo að hann gekk úr augnakörlunum er þeir glímdu. „Slepptu mér,“ sagði maðurinn, „því að dagur rennur.“ „Ég sleppi þér ekki nema þú blessir mig,“ svaraði Jakob. „Hvað heitir þú?“ spurði maðurinn. „Jakob,“ svaraði hann. Þá mælti hann: „Ekki skaltu lengur heita Jakob heldur Ísrael því að þú hefur glímt við Guð og menn og unnið sigur.“ Jakob sagði við hann: „Segðu mér nafn þitt.“ Hann svaraði: „Hvers vegna spyrðu mig nafns?“ Og hann blessaði hann þar. Jakob nefndi staðinn Peníel, „því að ég hef,“ sagði hann, „séð Guð augliti til auglitis og þó haldið lífi.“

Pistill: Jak 5.13-20
Líði nokkrum illa ykkar á meðal, þá biðji hann. Liggi vel á einhverjum, þá syngi hann lofsöng. Sé einhver sjúkur ykkar á meðal, þá kalli hann til sín öldunga safnaðarins og þeir skulu smyrja hann með olíu í nafni Drottins og biðja fyrir honum. Trúarbænin mun gera hinn sjúka heilan og Drottinn mun reisa hann á fætur. Þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt, verða honum fyrirgefnar. Játið því hvert fyrir öðru syndir ykkar og biðjið hvert fyrir öðru til þess að þið verðið heilbrigð. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.
Elía var maður eins og við. Hann bað þess heitt að ekki skyldi rigna og það rigndi ekki yfir landið í þrjú ár og sex mánuði. Hann bað aftur og himinninn gaf regn og jörðin bar sinn ávöxt.
Bræður mínir og systur, ef einhver meðal ykkar villist frá sannleikanum og einhver snýr honum aftur, þá viti hann að hver sem snýr syndara frá villu vegar hans mun frelsa sálu hans frá dauða og bæta fyrir fjölda synda.

Guðspjall: Matt 15.21-28
Þaðan hélt Jesús til byggða Týrusar og Sídonar. Þá kom kona nokkur kanversk úr þeim héruðum og kallaði: „Miskunna þú mér, Drottinn, sonur Davíðs! Dóttir mín er mjög kvalin af illum anda.“
En Jesús svaraði henni engu orði. Lærisveinar hans komu þá og báðu hann: „Láttu hana fara, hún eltir okkur með hrópum.“
Jesús mælti: „Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt.“
Konan kom, laut honum og sagði: „Drottinn, hjálpa þú mér!“
Hann svaraði: „Ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana.“
Hún sagði: „Satt er það, Drottinn, þó eta hundarnir mola þá sem falla af borðum húsbænda þeirra.“
Þá mælti Jesús við hana: „Kona, mikil er trú þín. Verði þér sem þú vilt.“ Og dóttir hennar varð heil frá þeirri stundu.

 

-------