Sunnudagur 9. ágúst í HallgrímskirkjuÍ gleði og litadýrð sumarsins verður messað í Hallgrímskirkju sunnudaginn 9. ágúst kl. 11.00.  Boðið verður upp á sögustund fyrir börnin í umsjá Ingu Harðardóttur æskulýðsfulltrúa og prestarnir Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Leonard Ashford þjóna ásamt hópi messuþjóna.  Organisti og kórstjóri er Hörður Áskelsson og félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja og leiða safnaðarsöng.  Eftirspil leikur Andreas Liebig sem er einleikari á Alþjóðlegu orgelsumri þessa helgi.  Íhugunarefni dagsins er kjarnyrt samtal Guðs við litríkar kynslóðir.