Sunnudagur í Hallgrímskirkju

Sunnudaginn 25. júlí er guðsþjónusta í Hallgrímskirkju kl. 11.00  Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða.  Organisti er Matthías Harðarson og forsöngvarar eru: Íris Björk Gunnarsdóttir, Rósalind Gísladóttir,
Sigurður Sævarsson og Þorkell Helgi Sigfússon.
Prédikunarefni dagsins eru kunnugleg orð Jesú úr Fjallræðunni :
"Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður það skuluð þér og þeim gera. "
Orðin sem enn móta siðferðilega ábyrgð okkar gagnvart samferðafólki en með þessum jákvæðu formerkjum.
Hvernig ljáum við þessum merkilegu orðum líf í samtímanum.  Hafa þau enn áhrif í samskipum okkar við aðrar manneskjur og sköpunina, í darraðadansi heimsfaraldurs og náttúruógna....  ?
Meira um það á sunnudaginn kl. 11.00

Sálmarnir sem við syngjum eru:
703 - Líður að dögun
704 - Þú ert Guð sem gefur lífið
841 - Á meðan sól og máni lýsa
712 - Dag í senn
Sem forspil leikur Matthías  "O Welt, ich muss dich lassen" eftir Johannes Brahms en eftirspilið er "Choral"  úr annari orgelsinfóníu Louis Vierne

---------------

Ensk guðsþjónusta er kl. 14.00
Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari.  Organisti er Matthías Harðarson.