Synjun - listamannaspjall í anddyri Hallgrímskirkju 6. maí kl 17

04. maí 2018
Synjun, sýning Kristínar Reynisdóttur sem sett var upp í anddyri Hallgrímskirkju 25. febrúar, lýkur 13. maí.

Innsetning Kristínar í Hallgrímskirkju er auðmjúk og fínleg, en jafnframt margræð, þar sem hún ávarpar þann aukna straum flóttamanna sem verið hefur að undanförnu til Íslands, og þeirri miskunnarlausu ákörðum stjórnvalda að vísa meirihluta þeirra af hörku aftur úr landi.

Listamannaspjall verður á sunnudaginn 6. maí kl. 17:00 og þar mun Kristín  segja frá tilurð sýningarinnar og Prodhi Manisha, flóttamaður sem er nýkominn með landvistarleyfi, mun segja frá reyslu sinni.