Takmörkuð opnun kirkjuskips vegna framkvæmda

25. ágúst 2022
Fréttir

Vegna framkvæmda við endurnýjun á ljósvist Hallgrímskirkju verður takmörkuð opnun inn í kirkjuskipið eftirfarandi daga:
Mánudagur 29. ágúst til og með föstudeginum 2. september nk.

Turninn, kirkjubúðin og forkirkjan verða áfram opin með óbreyttu sniði kl. 10 – 19.30 alla þessa daga.

Áfram verða framkvæmdir við innilýsinguna næstu vikur en reiknað er með að opið verði inn í kirkjuskipið að einhverju eða öllu leyti meðan á vinnunni stendur. 

Helgihald og orgeltónleikar verða á sínum hefðbundnu tímum en ekki verður unnt að bóka sérstakar athafnir eða viðburði fyrr en eftir 16. september. 

Við biðjumst velvirðingar á ónæðinu.