Þrenningarhátíð

27. maí
Á sunnudaginn var Þrenningarhátíð.
Íhugunarefni þrenningarhátíðar er eðli Guðs og hvernig Guð mætir okkur í lífinu. Nafn þrenningarhátíðarinnar er dregið af því að Guð birtist okkur á þrennan hátt, sem þrjár persónur. Þessi birting Guðs í heiminum hefur frá fornu fari verið kölluð heilög þrenning. (www.kirkjan.is)
Í messu í Hallgrímskirkju var rætt um samtakamátt, Guð einan og þrennan og kirkjuna sem móður.
Guð leiðir okkur og kirkjuna sína. Á Þrenningarhátíð sjáum við dansandi Guð, litbrigði guðs, vorið. Guð hefur boðið, gengið með okkur, gefið og fórnað.
Kirkjan er móðurmynd sem laðar, leiðir, neyðir ekki, heldur býður frelsi, samtakamátt og samhug. Kærleikur guðs er til staðar fyrir okkur og hrekur burt óttann.
Litur kirkjuársins breytist úr rauðum í grænan sunnudagana eftir Hvítasunnu, á Þrenningarhátíð. Grænn er tími sumarsins og sunnudaganna eftir hvítasunnu, eða eftir þrenningarhátíð, litur vonar, vaxtar og þroska.
 
Eftir messuna var Aðalfundur Hallgrímssafnaðar.
 
HALLGRÍMSKIRKJA – Þinn staður!