Tíminn er fullnaður

Hvers virði er náttúran og umhverfið þér? Hefur kirkjan eitthvað um þau stóru mál að segja. Sunndagaginn 8. október mun Einar Karl Haraldsson hafa framsögu í Hallgrímskirkju um efnið: Tíminn er fullnaður – umbreyting nauðsyn. Allir eru velkomnir til samtalsins sem verður á jarðhæð kirkjunnar - en kórmegin. Hægt er að ganga inn að austanverðu en einnig fara inn í kirkjuna og niður tröppur sunnan megin við kórinn. Einar Karl Haraldsson er sóknarnefndarmaður í Hallgrímskirkju og stýrir undirbúningi fjölþjóðlegs þings Heimsráðs kirkna (Alkirkjuráðsins) sem haldið verður í Digraneskirkju og í tengslum við Arctic Circle þingið í Hörpu. Sunnudagarnir í Hallgrímskirkju eru grænir. Verið velkomin - munið kl. 10 og síðan verður messa kl. 11.