Tónar og íhugun á Uppstigningardegi í Hallgrímskirkju

12. maí 2021
Á Uppstigningardag kl. 11.00 verður orgelandakt í Hallgrímskirkju.
Björn Steinar Sólbergsson organisti leikur þætti úr L´Ascension eða Uppstigningunni eftir franska tónskáldið Olivier Messiaen.   Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina og hugleiðir guðspjall dagsins.

Tónarnir tjá hið ósegjanlega er oft sagt.  Sannarlega á það við um tónmál  Messiaen þar sem hann túlkar í verki sínu það ósegjanlega sem einkennir frásöguna þegar Jesús stígur til himins.  Hverfur eins og sól bak við ský á himni.
Himininn er táknmál dagsins,  himinskautið og skautin sem eru viðfangsefni vísindanna, himininn sem er sköpun Guðs.