Tónleikar fimmtudaginn 10. ágúst kl. 12

Eyþór Ingi Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju og Þórir Jóhannsson, kontrabassleikari.


Fimmtudaginn 10. ágúst kl. 12


Tónlist eftir: G.F. Handel, Z. Kodály, Karólína Eiríksdóttir, Gísli Jóhann Grétarsson (Premiere), M. Bruch.


Kontrabassaleikarinn Þórir Jóhannsson lauk Postgraduate Diploma frá the Royal Northern College of Music í Manchester. Eftir nokkurra ára dvöl í Danmörku þar sem Þórir var lausráðinn við nokkrar helstu hljómsveitir beggja
vegna Eyrarsundsins flutti hann aftur til Íslands haustið 2000 og er nú fastráðinn við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann er kennari í Tónlistarskóla Kópavogs og
er virkur kammertónlistarmaður og hefur til dæmis reglulega komið fram með kvintett á tónleikum hins virta Kammermúsikklúbbs. Þórir hefur frumflutt ýmis verk fyrir kontrabassa, ýmist einan, með píanói eða konsert með kammersveit.
Rhapsodia per Contrabasso et Piano eftir Þórð Magnússon frumflutti hann
2011. 2016 leiðbeindi Þórir í fyrsta sinn í Alþjóðlegu Tónlistarakademíu Hörpu.


Eyþór Ingi Jónsson lauk kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar árið 1998,
undir leiðsögn Harðar Áskelssonar, Fríðu Lárusdóttur o.fl. Því næst lauk hann
7 ára námi við Tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð, fyrst við kirkjutónlistardeild
og síðar við konsertorganistadeild. Aðalorgelkennari hans var prof. Hans-Ola
Ericsson. Auk þess að leggja áherslu á orgelleik í námi sínu hefur Eyþór lagt
mikla áherslu á kórstjórn. Kennari hans var prof. Erik Westberg.
Eyþór starfar nú sem organisti við Akureyrarkirkju. Þá er hann stofnandi
og stjórnandi kammerkórsins Hymnodia. Eyþór hefur einbeitt sér bæði að
flutningi tónlistar frá 17. öld og hins vegar nútímatónlistar og spuna, bæði fyrir
orgel og kór. Hann hefur pantað og/eða frumflutt tugi tónverka eftir íslensk
og erlend tónskáld. Eyþór hefur komið fram á fjölda tónleika, bæði einn við
orgelið eða með hljóðfæraleikurum eða söngvurum. Hann er einn af forkólfum
Barokksmiðju Hólastiftis. Eyþór var bæjarlistamaður Akureyrar 2011–2012.


Aðgöngumiðar eru seldir klukkustund fyrir tónleika í anddyri kirkjunnar og kosta kr. 2000.


Upplýsingar um Alþjóðlega Orgelsumarið í Hallgrímskirkju HÉR.