Tónleikar með stúlknakórnum Jitro frá Tékklandi

12. ágúst 2020Tékkneski stúlknakórinn JITRO heldur tónleika í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 19. ágúst kl. 20.

Kórinn samanstendur af 40 stúlkum á aldrinum 13-19 ára og hefur komið fram víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, Japan, Kína og Ástralíu. Að auki hefur hann haldið um 100 tónleika víðs vegar um Evrópu.

Miðaverð á tónleikana er kr. 2.000 og hefst sala á miðum mánudaginn 17. ágúst í verslun Hallgrímskirkju.

Hér er upptaka af laginu Le temps des cathedral með JITRO.