Turn og listaverk Ólafs Elíassonar

20. maí 2021
Ólafur Elíasson og Stúdíó hans í Berlín hafa að ósk sóknarnefndar gert tillögu að listrænni endurhönnun á efstu tveimur turnhæðum Hallgrímskirkju. Ríki, borg og kirkja hafa styrkt verkefnið með því að samþykkja framlög til þess að gera turninn tilbúinn undir listaverk. Það felur í sér fjölþættar framkvæmdir sem ráðist verður í á næstunni og hjálpa til við annan undirbúning. Listaverk Ólafs Elíassonar er nú í þróunarvinnu í Berlínarstúdíói hans og mun taka nokkurn tíma að þróa það til enda. Nánar verður greint frá þessum áformun síðar. Takk Ólafur Elíasson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Agnes M. Sigurðardóttir og kirkjuráð, Dagur B. Eggertsson og borgarstjórn Reykjavíkur og Börkur Arnarson í I8. Spennandi þróunarvinna framundan og framkvæmdir í Hallgrímskirkju. RÚV greindi í dag frá stuðningi Reykjavíkur við verkefnið, sjá slóð að baki þessari smellu

Myndin er af friðarboga sem myndast í skírnarfonti Leifs Breiðfjörð á sólardögum.