Útvarpsguðþjónusta frá Hallgrímskirkju á sumardaginn fyrsta

Á sumardaginn fyrsta, 23. apríl kl. 11, mun Rúv útvarpa guðþjónustu frá Hallgrímskirkju. Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari.
Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og verkefnisstjóri predikar. Félagar úr Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju og Gradualekór Langholtskirkju syngja.
Stjórnendur: Helga Loftsdóttir og Þorvaldur Örn Davíðsson.
Kjartan Valdimarsson leikur á píanó og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa.
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.

Í samkomubanni er kærkomið að geta hlustað á messuna í útvarpinu og tekið þátt í henni heiman frá sér.

Kríumyndina tók Sigurður Árni þórðarson í Flatey á Breiðafirði.