Tvær guðsþjónustur, önnur íslensk og hin ensk

26. júní 2021
Fyrri guðsþjónusta sunnudagsins 27. júní verður á íslensku og hin síðari á ensku. Sú fyrri á íslensku hefst kl. 11 og þá verður 110 ára afmælis Sigurbjarnar Einarssonar minnst. Seinni guðsþjónustan verður kl. 14 og sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari og prédikar. Allir velkomnir og kaffi í suðursalnum eftir guðsþjónustur.

Meðfylgjandi mynd sýnir skissuteikningu Magnúsar Jónssonar, guðfræðiprófessors, frá þeim tíma er dr. Sigurbjörn Einarsson, þjónaði Hallgrímssöfnuði. Myndin er í eigu Hallgrímskirkju og var gefin af fjölskyldu Magneu Þorkelsdóttur og Sigurbjörns Einarssonar.