Vel heppnaðir og vel sóttir vortónleikar.

23. maí 2022
Fréttir
Kór Hallgrímskirkju og Barokkbandið Brák

Sögulegir tónleikar - Haydn að vori voru í Hallgrímskirkju í gær.
Á tónleikunum komu fram Kór Hallgrímskirkju, Steinar Logi Helgason, Barokkbandið Brák, Elfa Rún Kristinsdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir og Björn Steinar Sólbergsson.
Þetta voru fyrstu tónleikar í samstarfi Hallgrímskirkju og Barokkbandsins Brák. Sérlega vel heppnaðir og vel sóttir tónleikar á björtum sumardegi.