Verða einhverjar messur?

26. mars 2021
Nýjar sóttvarnarreglur stjórnvalda breyta öllum áætlunum Hallgrímskirkju varðandi viðburði. Frá og með pálmasunnudegi 28. mars og til 15. apríl falla niður almennar guðsþjónustur, allt barnastarf og tónleikar. Bænastundir halda áfram. Tíu manna hámark er í kirkjunni utan helgistunda.

Passíusálmar verða lesnir í hádeginu í kyrruviku, þ.e. mánudag til fimmtudags en niður fellur lestur föstudaginn langa. Kirkjan verður opin og heimasíðan verður virk. Prestarnir munu birta íhuganir og efni á viðeigandi helgihaldsdögum auk miðlunar annars staðar, t.d. á kirkjan.is

Á þessum þrengingartíma sóttvarna er vert að anda djúpt og hlúa að okkur. Þrengingatími er líka tími möguleika. Eftir föstu verða páskar. Bestu kveðjur. Starfsfólk Hallgrímskirkju.