Vetrarstarfið hafið í Hallgrímskirkju

22. september 2023
Fréttir

Vetrarstarfið er hafið í Hallgrímskirkju.
Hallgrímskirkja býður upp á fjölbreytt safnaðarstarf, helgihald og tónlistarlíf.
Í vetur er margt um dýrðir og hér að neðan er yfirlit yfir almennt helgihald og safnaðarstarf auk viðburða á döfinni í október og nóvember.

ALMENNT HELGIHALD:
Messa og Sunnudagaskóli Alla sunnudaga kl. 11.00
Ensk messa Síðasta sunnudag í mánuði kl. 14.00
Bænastund Alla mánudaga í kórkapellu kl. 12.00 – 12.15
Morgunmessa Alla miðvikudaga kl. 10.00 - 10.30
Foreldaramorgnar  Alla miðvikudaga kl. 10.00-12.00 í kórkjallara.
Kyrrðarstund með tónlist og stuttri íhugun. Alla fimmtudag kl. 12.00 – 12.30, Ókeypis aðgangur og létt hádegishressing í boði.
Kvöldkirkja síðasta fimmtudag í mánuði kl. 20.00-22.00. Tónlist, kyrrð og lestur. 
Handavinna
 Alla laugardaga frá kl. 10 -12.00 í Suðursal. Alltaf heitt á könnunni.

Hallgrímskirkja er opin alla daga í vetur frá kl. 10.00-17.00 (Turninn lokar kl. 16.45)

Á DÖFINNI í HALLGRÍMSKIRKJU:
OKTÓBER

Fræðsluerindi - Fólk á flótta - Alla þriðjudaga í október kl. 12.00-13.00 í Norðursal. Í fimm stuttum fræðsluerindum fylgjum við fólki á flótta í fortíð og nútíð. Ókeypis aðgangur og létt hádegishressing í boði.
Grænir sunnudagar í október - Í sunnudagsmessum í október verða sungnir sálmar og umræða um sköpunarverkið í prédikun og bæn.
ARCHORA – SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Í HALLGRÍMSKIRKJU Föstudagur 6. október kl. 18. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Bryndís Guðjónsdóttir, Kór Hallgrímskirkju, Steinar Logi Helgason kórstjóri og Eva Ollikainen stjórnandi. Aðgangseyrir 4.900 kr.
HÁDEGISTÓNLEIKAR - Orgel og flauta. Laugardagur 7. október kl. 12. Steingrímur Þórhallson og Pamela De Sensi. Aðgangseyrir 2.500 kr.
Fjölskyldumessa Sunnudagur 22. október kl. 11.
MOZART REQUIEM – SING ALONG / Óperudagar í Hallgrímskirkju. Sunnudagur 22. október kl. 17.
Hátíðarkór Óperudaga, Bryndís Guðjónsdóttir, Guja Sandholt, Gissur Páll Gissurarson, Jóhann Smári Sævarsson, Lára Bryndís Eggertsdóttir og Steinar Logi Helgason, stjórnandi. Aðgangseyrir 2.500 kr.
Hallgrímsmessa - Miðvikudagur 25. október kl. 20.00
Hátíðarmessa - Í tilefni vígslu kirkjunnar 29. október kl. 11.00

NÓVEMBER:
HÁDEGISTÓNLEIKAR / í samstarfi við Iceland Airwaves. Laugardagur 4. nóvember kl. 12. Arngerður María Árnadóttir organisti og Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari. Sérstakir gestir: Davíð Þór Jónsson, píanó og Skúli Sverrisson, rafmagnsbassi. Aðgangseyrir 3.000 kr.
Allra heilagra messa Sunnudagur 5. nóvember kl. 11.00
Tendrað ljós í minningu látinna eftir messuna.
MAURICE DURUFLÉ – REQUIEM / í samstarfi við Iceland Airwaves. Sunnudagur 5. nóvember kl. 17
Hymnodia Kammerkór & Kammerkór Norðurlands, Hildigunnur Einarsdóttir, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, Eyþór Ingi Jónsson og Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi. Aðgangseyrir 3.900 kr.
TÓNLEIKAR - LISTAHÁSKÓLINN Í HALLGRÍMSKIRKJU Laugardagur 18. nóvember kl. 14. Aðgangur ókeypis.
HEIÐURSTÓNLEIKAR - Hörður Áskelsson sjötugur! Sunnudagur 26. nóvember kl. 17
Orgelnemendur Harðar Áskelssonar leika á Klais orgelið í Hallgrímskirkju til heiðurs kennara sínum og fyrrverandi kantor.
Fram koma: Ágúst Ingi Ágústsson, Eyþór Ingi Jónsson, Friðrik Vignir Stefánsson, Guðjón Halldór Óskarsson, Helga Þórdís Guðmundsdóttir, Jóhann Bjarnason, Jón Bjarnason, Kári Þormar og Lára Bryndís Eggertsdóttir. Aðgangur ókeypis.

Miðasala á tónleika fer fram í Hallgrímskirkju og á www.tix.is

www.hallgrimskirkja.is
S: 510 1000

HALLGRÍMSKIRKJA - ÞÍN KIRKJA, ÞINN STAÐUR!