Vorið kemur heimur hlýnar!

06. maí

VORHÁTÍÐ HALLGRÍMSKIRKJU verður haldin sunnudaginn 11. maí 2025 kl. 11:00

Vorið kemur heimur hlýnar
Hallgrímskirkja blæs til vorhátíðar og kveður veturinn með stæl. Það verður skemmtileg fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Stúlknakór Reykjavíkur kemur og syngur undir stjórn Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur kórstjóra. Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á hoppukastala (ef veður leyfir), grillaðar pylsur, íspinna, sápukúlur, krítar og fleira skemmtilegt!

Prestur: Sr. Eiríkur Jóhannsson, Stúlknakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Sigríðar Soffíu Hafliðadóttir. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.
Umsjón með barnastarfi: Kristbjörg Katla Hinriksdóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir, Lára Ruth Clausen og Ragnheiður Bjarnadóttir.

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR!