Barnakór Ísaksskóla og Barna og unglingakór Hallgrímskirkju halda sameiginlega vortónleika fimmtudaginn 26. maí. Tónleikarnir verða haldnir í sal Ísaksskóla við Bólstaðahlíð kl. 17.30. Kórstjóri beggja kóranna er Ása Valgerður Sigurðardóttir og píanóleikari er Björk Sigurðardóttir. Ókeypis aðgangur og verið velkomin. =)