Winfried Böning á Alþjóðlegu orgelsumri, sunnudaginn 8. júlí kl. 17

Á aðaltónleikum vikunnar, sunnudaginn 8. júlí kl. 17, leikur hinn heimsþekkti Winfried Bönig, aðalorganisti Kölnardómkirkju, verk eftir Karg-Elert, Widor, Chaconne í d-moll eftir Bach og auk þess hið fræga Adagio eftir Samuel Barber.

Miðaverð er kr. 2.500.

Miðasala hefst í anddyri kirkjunnar klukkutíma fyrir tónleikana, en einnig er hægt að kaupa miða á midi.isFrá 2001 hefur Winfried Bönig verið aðalorganisti Kölnardómkirkju sem er ein virtasta organistastaða í heiminum. Hann er einnig prófessor í orgelleik og spuna við Tónlistarháskólann í Köln og yfirmaður kaþólsku kirkjutónlistardeildarinnar þar.

Winfried Bönig er fæddur árið 1959 í Bamberg, Þýskalandi og stundaði nám í orgelleik, stjórnun og kirkjutónlist við Tónlistarháskólann í München hjá Franz Lehrndorfer, organista kaþólsku dómkirkjunnar í München. Hann lauk öllum prófum með láði, þar með talið meistaragráðu. Árið 1993 lauk hann doktorsprófi í tónlistarfræði við háskólann í Augsburg.

1984?1998 var Bönig organisti við Kirkju heilags Jósefs í Memmingen í Bæjaralandi.

Bönig er mjög vinsæll konsertorganisti og hann hefur komið fram víða um heim auk þess sem honum hefur oft verið boðið að leika við vígslu nýrra orgela. Þá hefur hann frumflutt fjölda verka sem hafa verið tileinkuð honum, m.a. verk eftir Jean Guillou, Naji Hakim, Stephen Tharp og Daniel Roth. Þá hafa tónleikaraðir hans þar sem hann hefur leikið öll orgelverk J.S. Bachs, Max Regers og Olivier Messiaen vakið mikla athygli og eru meðal mikilvægustu tónleika hans.