Fréttir: Apríl 2016

Árdegismessa

11.04.2016
Góð leið til þess að byrja daginn: Á miðvikudaginn kl. 8 er árdegismessa þar sem dr. Sigurður Árni Þórðarson og messuþjónar þjóna í sameiningu. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Liðug á líkama og sál

11.04.2016
  Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir og Mjöll Þórarinsdóttir sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallaranum

11.04.2016
Á morgun, þriðjudaginn 12. apríl mun dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða fyrirbænamessuna í kórkjallaranum kl. 10.30 – 11.00. Í messunni er beðið fyrir líðandi stund í góðu samfélagi. Allir velkomir.

Messa og barnastarf 10. apríl kl. 11 - Aðalfundur safnaðarins kl. 12.30

08.04.2016
Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja og organisti er Hörður Áskelsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur. Kaffisopi eftir messu. Eftir messu, kl. 12.30 hefst aðalsafnaðarfundur safnaðarins í suðursal...

Kyrrðarstund á fimmtudögum

06.04.2016
Á morgun, 7. apríl kl. 12 er kyrrðarstund. Dr. Sigurður Árni Þórðarson flytur íhugun dagsins og Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpu og brauð á vægu verði í suðursalnum. Verið hjartanlega velkomin.

Árdegismessa

04.04.2016
Góð leið til þess að byrja daginn: Á miðvikudaginn kl. 8 er árdegismessa þar sem sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og messuþjónar þjóna í sameiningu. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Liðug á líkama og sál

04.04.2016
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir og Mjöll Þórarinsdóttir sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

04.04.2016
Á morgun, þriðjudaginn 5. apríl mun Inga Harðardóttir guðfræðingur og æskulýðsfulltrúi kirkjunnar leiða fyrirbænamessuna í kórkjallaranum kl. 10.30 – 11.00. Í messunni er beðið fyrir líðandi stund í góðu samfélagi. Allir velkomir.

Fermingarmessa sunnudaginn 3. apríl kl. 11

01.04.2016
Sunnudagurinn, 3. apríl kl. 11 - fermingarmessa. Kl. 11.00 messa og ferming. Sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt með dr. Sigurði Árna Þórðarsyni og Ingu Harðardóttur, æskulýðsfulltrúa. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða messusönginn. Stjórnandi og organisti er Hörður Áskelsson. Fermd verða: Auður Eygló...