Fréttir: 2024

Orgelsumar í Hallgrímskirkju - Viðtal í Morgunglugganum

20.07.2024
Orgelsumar í Hallgrímskirkju stendur sem hæst og um helgina verða þar tvennir tónleikar. Í dag, laugardag 20. júlí kl. 12 mun Ágúst Ingi Ágústsson leika á orgel kirkjunnar og á morgun sunnudag 21. júlí kl. 17. kemur orgelleikarinn Kadri Ploompuu frá Eistlandi.  Hér má finna mjög flott viðtal við laugardagsorganistann okkar Ágúst Inga og...

Hátíðlegt á upphafstónleikum Orgelsumars í Hallgrímskirkju

08.07.2024
Frábærir opnunartónleikar Orgelsumars og hátíðleg stemning Orgelsumar í Hallgrímskirkju er hafið og voru opnunatónleikarnur einstaklega hátíðlegir. Sólin skein skært á organistann. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir opnaði hátíðina og bauð tónleikagesti velkomna með fallegri ræðu og efnisská Kjartans Jósefssonar Ognibene var bæði glæsileg og vel saman...

Allir litir orgelsins. Viðtal við Björn Steinar Sólbergsson – Orgelsumar hefst á morgun, 7. júlí kl. 17 í Hallgrímskirkju og stendur til 25. ágúst

06.07.2024
Orgelsumar í Hallgrímskirkjua 2024. Björn Steinar Sólbergsson tónlistarstjóri og organisti í Hallgrímskirkju skipuleggur hátíðina og birtist viðtal við hann í Morgunblaðinu í dag sem hægt er að lesa hér til hægri. Dagskrá Orgelsumars í Hallgrímskirkju 2024 má finna hér að neðan: Sunnudagur 7. júlí kl. 17Upphafstónleikar OrgelsmumarsKjartan...

Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2024

30.06.2024
Orgelsumar í Hallgrímskirkju verður haldið hátíðlegt frá 7. júlí til 25. ágúst í sumar 2024. Sextán íslenskir og erlendir organistar leyfa Klais-orgeli og Frobenius-kórorgeli Hallgrímskirkju að hljóma á laugardögum kl. 12 og sunnudögum kl. 17 í júlí og ágúst. Dagskráin er mjög fjölbreytt og með organistunum munum við einnig fá að...

Svo ótrúlega þakklát að hafa fengið að vera hér í þessu 26 ár.

28.06.2024
Svo ótrúlega þakklát að hafa fengið að vera hér í 26 ár. Bænin hefur oft verið kölluð andardráttur trúarinnar.Bænaþjónusta er þungamiðja í öllu kirkjustarfi hvert sem starfið er. Að njóta fyrirbænar er haldreipi okkar svo margra og því lífslán að eiga fyrirbiðjendur. Í Hallgrímskirkju er slíkþjónusta innt af hendi sjálboðaliða sem stendur vaktina...

Ferðagleði!

12.06.2024
Ferðagleði   Það var glaðlegur hópur sem lagði upp í dagsferð frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn, 5. júní sl. Ferðinni var heitið austur fyrir fjall og áfangastaður var Hruni í Hrunamannahrepp. Sr. Eiríkur Jóhannsson prestur í Hallgrímskirkju var leiðsögumaður og kunnur staðháttum enda fyrrum sóknarprestur þeirra í...

Fermingarfræðsla í Hallgrímskirkju (börn fædd 2011)

27.05.2024
Til barna sem fædd eru 2011, foreldra og forráðafólks, Í haust hefst fermingarfræðsla í Hallgrímskirkju, ætluð börnum í 8. bekk sem eru að velta fyrir sér eða hafa ákveðið að fermast vorið 2025.Fermingartímar verða að jafnaði vikulega í vetur og er kennslan samstarfsverkefni prestanna og safnaðanna í Hallgríms- og Dómkirkjusöfnuði. Kennt verður...

Þrenningarhátíð

27.05.2024
Á sunnudaginn var Þrenningarhátíð. Íhugunarefni þrenningarhátíðar er eðli Guðs og hvernig Guð mætir okkur í lífinu. Nafn þrenningarhátíðarinnar er dregið af því að Guð birtist okkur á þrennan hátt, sem þrjár persónur. Þessi birting Guðs í heiminum hefur frá fornu fari verið kölluð heilög þrenning. (www.kirkjan.is) Í messu í...

Aðalfundur Hallgrímssafnaðar

23.05.2024
Aðalfundur Hallgrímssafnaðar Sunnudaginn 26. maí 2024 er boðað til aðalsafnaðarfundar Hallgrímssafnaðar í Hallgrímskirkju að guðsþjónustu lokinni. Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörfSóknarnefnd Hallgrímskirkju