Fréttir: 2019

Hátíðartónlist fyrir 2 trompeta og orgel

30.12.2019
Einir vinsælustu tónleikar ársins eru nú haldnir í 27. sinn. Mánudagur 30. desember kl. 20 Þriðjudagur 31. desember (Gamlársdagur) kl. 16 Trompetleikararnir BALDVIN ODDSSON OG JÓHANN NARDEAU og BJÖRN STEINAR SÓLBERGSSON organisti Hallgrímskirkju flytja glæsileg hátíðarverk frá barokktímanum, m.a. eftir J.S. Bach, (Tokkata og fúga í...

Dagskrá Hallgrímskirkju um hátíðarnar

30.12.2019
Hér gefur að líta dagskrána yfir hátíðarnar. Verið hjartanlega velkomin í Hallgrímskirkju. Nánar um opnunartíma er HÉR og undir þessum hlekk er dagatal kirkjunnar. 

+ 24 og sjón Guðs

30.12.2019
Ég heyrði undursamlega sögu - fyrr í mánuðinum - hjá gleraugnasnillingnum, sem ég fer til þegar mig vantar spangir eða ný gler. Hann sagði mér, að hann hafi einu sinni verið kallaður til að útbúa gleraugu handa ungum dreng, sem var með svo brenglaða sjón, að hann hafði aldrei séð neitt nema í þoku. Í augum hans rann allt út í eitt, í óljósa,...

Messa 29. desember kl. 11.00

27.12.2019
Messa sunnudaginn 29. desember kl. 11.00.  Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.  Organisti er Sólveig Anna Aradóttir.  Félagar úr Schola cantorum leiða söng og flytja tónlist. Guðspjall sunnudagsins er um tvær af konunum í Nýja testamentisins, Maríu móður Jesú og Önnu Fanúelsdóttur, ekkjuna sem dvaldi...

Samastað syninum hjá

25.12.2019
Síðustu dagana sungu þau fyrir hann aðventu- og jólasálma. Vonarstef aðventusálmanna hljómuðu. Gleðiefni jólasálmanna liðuðust að grunnri öndun deyjandi manns. Svo var komið að Heims um ból, erkisálmi íslenskra jóla. Og dóttir hans söng jólasálminn fyrir föður sinn. Í síðasta versinu lést maðurinn og fór inn í himininn. Samastaður, jól - líf....

Fjölskylduguðþjónusta og jólaball sunnudaginn 22. desember kl. 11 - Fjórði sunnudagur í aðventu

19.12.2019
Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri- og djákni, Ragnheiður Bjarnadóttir, Rósa Árnadóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson. Ungmenni úr æskulýðsfélaginu aðstoða. Stúlknakórinn Graduale Futuri leiðir söng og flytur einnig helgileikinn Fæðing frelsarans eftir Hauk Ágústsson undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur. Fiðluleikarar: Gréta...

Jólatónleikar með kórnum Mazowsze frá Póllandi - Ókeypis aðgangur

18.12.2019
Jólatónleikar með kórnum Mazowsze frá Póllandi. Laugardagur 21. desember kl. 17. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

HÁDEGISJÓLATÓNLEIKAR MEÐ SCHOLA CANTORUM

17.12.2019
Kammerkórinn Schola cantorum heldur jólatónleika í Hallgrímskirkju föstudaginn 20. desember kl. 12. Á vetrarsólstöðum flytur Schola cantorum hugljúfa jólatónlist úr ýmsum áttum. Nýleg íslensk jólalög í bland við önnur vel þekkt, bæði íslensk og erlend munu hljóma og má þar nefna Betlehemsstjörnuna eftir Áskel Jónsson, Stráið salinn í...

Síðasta árdegismessan á þessu ári!

16.12.2019
Árdegismessa Miðvikudaginn 18. desember kl. 8 Síðasta árdegismessa féll niður vegna veðurs en nú á miðvikudaginn verður síðsta árdegismessan fyrir áramót. Árdegismessurnar halda síðan áfram eftir áramót miðvikudaginn 8. janúar 2020. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messar ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu.  Allir hjartanlega...