Fréttir: 2025

Hallgrímskirkja styður baráttuna á Kvennafrídaginn 2025

24.10.2025
Í tilefni kvennafrídagsins viljum við sýna samstöðu og hvetja til jafnréttis. Allar konur og kvár eru velkomin í turninn frítt í dag. Sjáum göturnar fyllast af fólki sem styður jafnréttisbaráttuna! Njótum útsýnisins og stöndum saman fyrir jafnrétti. Hallgrímskirkja– Þinn staður á kvennafrídaginn 

Jólin hans Hallgríms á aðventunni – Opið fyrir skráningu á abler.io

22.10.2025
Jólin hans Hallgríms í Hallgrímskirkju   Hallgrímskirkja býður leikskóla- og grunnskólabörnum á aldrinum 3-10 ára í Reykjavík og nágrenni, að koma í heimsókn í Hallgrímskirkju á sýninguna „Jólin hans Hallgríms“ í aðdraganda jólanna. Sýningin byggir á samnefndri bók Steinunnar Jóhannesdóttur. Tekið verður á móti að hámarki 4x hópum íeða 60...

Heiðurssæti

20.10.2025
Prédikanir og pistlar
Já, auðmýktin er ekki að beygja sig undir ok valdsins heldur að horfa lengra, sjá víðar og vera tilbúin að nota viskuna sem býr í því að valdeflast í elsku til náungans. Á því þreytist sá sem okkur elskar aldrei á að gera, Jesús frelsari heimsins. Kristur sem tók hlutverki sínu af gleði og dvaldi ekki í bergmálshelli fræðimanna og fyrirfólks. Hann fór þangað til að ögra, skoða, eiga samtal til að breyta og umbylta. Halda erindi sínu á lofti að Guð – sem skapaði er líka sá sem er, lætur sig varða veröldina.

Líf og fjör á æfingum hjá Barnakór Hallgrímskirkju!

16.10.2025
Líf og fjör á æfingum hjá Barnakór Hallgrímskirkju!  Við gleðjumst yfir frábærri þátttöku en 25 börn syngja nú í kórnum, þar af 11 drengir og 13 stúlkur. Sönggleðin er smitandi og vegna mikils áhuga höfum við ákveðið að opna einnig skráningu fyrir börn í 6. bekk.Öll börn frá 3.-6 bekk velkomin sem hafa gaman af söng og samveru! Skráning HÉR...

Fræðsluerindi frestað

16.10.2025
Fræðsluerindi í hádeginu frestastFræðsluerindum í hádeginu á þriðjudögum í Hallgrímskirkju hefur verið frestað fram í febrúar. Nánari upplýsingar um dagskrá vetrarins verður kynnt síðar. HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR

Hallgrímsmessa í Hallgrímskirkju

15.10.2025
Fréttir, Helgihald
Hallgrímsmessa í HallgrímskirkjuMiðvikudaginn 22. október, 2025, klukkan 20.00Kór Breiðholtskirkju, stjórnandi Örn Magnússon. Miðvikudagskvöldið 22. október verður flutt Hallgrímsmessa í Hallgrímskirkju, þar sem Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar.Þetta verður jafnframt síðasta framkoma kórsins, þar sem Örn hefur látið af...

Prédikunarstóllinn / 5. október 2025 / Heyrir einhver neyðarkall?

07.10.2025
Prédikanir og pistlar
16. sunnudagur eftir þrenningarhátíðPrestur: Sr. Eiríkur Jóhannsson Lexía Jesaja. 26. 16-19Drottinn, í neyðinni leituðum vér þín,í þrengingunum, þegar þú refsaðir oss, hrópuðum vér til þín.Eins og þunguð kona, komin að því að fæða,hefur hríðir og hljóðar af kvölum,eins vorum vér frammi fyrir þér, Drottinn.Vér vorum þunguð, fengum hríðiren það sem...

Hallgrímskirkja í bleikum ljóma í október

07.10.2025
Í októbermánuði klæðist Hallgrímskirkja bleikum ljóma í samstöðu með þeim hetjum sem greinst hafa með krabbamein og í stuðningi við vitundarvakningu um forvarnir og snemmbæra greiningu. Bleikur október er árleg herferð Krabbameinsfélags Íslands sem minnir okkur á mikilvægi þess að huga að heilsunni, sýna samhug og styrkja þá sem standa í baráttu...

Prédikurnastóllinn / 21. september 2025 / Vendipunktur þakklætis

29.09.2025
Prédikanir og pistlar
Vendipunktur þakklætisSr Eiríkur JóhannssonFlutt 21. september 14. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Lexía: Sír 50.22-24Nú skuluð þér lofa Guð alheims,hann sem hvarvetna gerir máttarverkog veitir oss vegsemd alla ævi frá fæðinguog breytir við oss samkvæmt miskunn sinni.Gefi hann oss gleði í hjartaog veiti Ísrael frið um vora dagaeins og var fyrir...