Fréttir: Júní 2017

Fyrirbænamessa í kórkjallara

19.06.2017
  Þriðjudaginn 19. júní kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Messa og sögustund 18. júní kl. 11

16.06.2017
Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með sögustund hefur Inga Harðardóttir. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin. Hérna er messuskráin í tölvutæku...

Foreldramorgnar í kórkjallara

12.06.2017
Foreldramorgnar verða á sínum stað í allt sumar í kórkjallaranum alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 – 12.00. Foreldrar með kríli og krútt eru hjartanlega velkomin. Umsjón: Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.

Árdegismessa

12.06.2017
Árdegismessa miðvikudag 14. maí kl. 8 í Hallgrímskirkju. Frábært tækifæri til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir ásamt messuþjónum. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

12.06.2017
Þriðjudaginn 13. júní kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Kirkjan og turninn - lokað vegna tónleika

11.06.2017
Kirkjan og turninn verða lokuð frá kl. 15.30 í dag vegna tónleika. Hér fyrir neðan eru frekari upplýsingar um tónleikana. http://www.hallgrimskirkja.is/2017/06/10/tonleikar-messa-i-h-moll-eftir-j-s-bach-um-helgina/

Tónleikar: Messa í h-moll eftir J.S. Bach um helgina

10.06.2017
Í tilefni af 35 ára afmæli Mótettukórsins verða haldnir hinir glæsilegu tónleikar Messa í h-moll eftir J.S. Bach báða dagana 10. og 11. júní kl. 17. Flytjendur verða auk Mótettukórsins, Alþjóðlega Barokksveit Hallgrímskirkju. Einsöngvarar eru Hannah Morrison sópran, kontratenórinn Alex Potter, Elmar Gilbertsson tenór og Oddur A. Jónsson baritón....

Messa og sögustund 11. júní kl. 11

09.06.2017
Næstkomandi sunnudag 11. júní kl. 11 er Þrenningarhátíð í Hallgrímskirkju og jafnframt Sjómannadagurinn. Allir velkomnir til messu. Sr. Þorvaldur Karl Helgason þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur sem prédikar. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr karmmerkórnum Schola cantorum syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson....

Vorferð Kvenfélags Hallgrímskirkju

09.06.2017
Að þessu sinni er áætlunin að fara um Borgarfjörð, skoða Húsafell og náttúruperlur þar í kring. Brottför er laugardaginn 10. júní kl. 10 frá Hallgrímskirkju. Ferðin kostar 8.000 kr. og innifalið í því er hádegismatur. Skráning hjá kirkjuvörðum eða á netföngin gudrun.gunnarsdottir@rvkskolar.is og asagudjons@hotmail.com.