Fréttir: Febrúar 2018

Fyrirbænamessa í kórkjallara

12.02.2018
Á þriðjudögum kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun sr. Birgir Ásgeirsson leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

11.02.2018
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst nú á nýjum tíma kl. 12.10. Verið hjartanlega velkomin.

Kirkjan lokar kl. 15 í dag vegna veðurs

11.02.2018
Kirkjan lokar í dag kl. 15 vegna veðurs. Kirkjan er opin þangað til en vegna veðursins er aðalhurðin lokuð. Gestir sem vilja flýja storminn þangað til geta komið inn norðan meginn inn í kirkjuna (Tækniskólameginn).  

Fjölskyldumessu aflýst vegna veðurs

11.02.2018
Fjölskyldumessan kl. 11 er aflýst vegna veðurs.

Fjölskyldumessa 11. febrúar kl. 11

09.02.2018
Fjölskyldumessa í Hallgrímskirkju 11. febrúar 2018 kl. 11 Umsjón Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Barna- og unglingakórinn syngur. Stjórnandi Ása Valgerður Sigurðardóttir. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Messuþjónar og starfsfólk sunnudagaskólans aðstoða. Eftir messu verður...

Kyrrðarstund

07.02.2018
Á fimmtudögum eru kyrrðarstundir í hádeginu kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson leiðir stundina og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir stundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Þorrablót kvenfélagsins 7. febrúar

06.02.2018
Þorrablót Kvenfélags Hallgrímskirkju verður haldið miðvikudaginn 7. febrúar kl. 18.30 í hliðarsal kirkjunnar.   Hefðbundinn Þorramatur, söngur, gleði og gaman. Góð samvera er gulli betri. Verð: 4500 kr.   Vinsamlegast skráið ykkur hjá kirkjuvörðum s: 5101000 eða kirkjuverdir@hallgrimskirkja.is, Guðrúnu Gunnarsdóttur...

Foreldramorgnar í kórkjallara

05.02.2018
Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa

05.02.2018
Á miðvikudagsmorgnum kl. 8 eru árdegismessur í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.