Fermingarfræðslan í vetur

31. ágúst 2020
Fermingarfræðslan veturinn 2020-21 verður á miðvikudögum kl. 14,45 - 15,45. Fyrsta samveran verður eftir guðsþjónustu sunnudaginn 13. september kl. 12,15. Þá koma fermingarungmennin, foreldrar þeirra og/eða forráðafólk líka. Sú samvera verður upplýsingafundur. Svo hefst hin eiginlega fræðsla miðvikudaginn 16. september kl. 14,30. Fermingarfræðslan verður í kórsalnum, gengið inn Vörðuskólamegin.

Þau sem eiga eftir að skrá sig í fermingarfræðsluna geta gert það rafrænt. Eyðublað er að baki þessari smellu.

Myndina hér að ofan tók Bogi Benediktsson á fermingardegi 30. ágúst 2020. Þetta var fyrri hópurinn sem fermdur var á þessum degi og stillt var upp eins og íþróttalið til að virða sóttvarnareglur. Myndirnar að baki hópnum eru verk Karlottu Blöndal. Sýningu hennar lauk 31. ágúst.