Lokahelgi Orgelsumars í Hallgrímskirkju

17. ágúst 2022
Fréttir

Lokahelgi Orgelsumars í Hallgrímskirkju hefst á Menningarnótt laugardaginn 20. ágúst með Orgelmaraþoni milli kl 14-18 þar sem Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju kemur fram ásamt fyrrum nemendum sínum. Flutt verður fjölbreytt orgeltónlist. Einnig verður dagskrá fyrir börnin milli 14-16 - „Barnahendur í Hallgrímskirkju“. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Sunnudaginn 21. ágúst kl 17 koma svo fram Björn Steinar Sólbergsson, organisti í Hallgrímskirkju ásamt Cantores Islandiae og karlaröddum úr Kór Hallgrímskirkju undir stjórn Ágústs Inga Ágústssonar á lokatónleikum hátíðarinnar og flytja tónlist undir yfirskriftinni Orgel & Gregorsöngur eftir Maurice Duruflé, Pál Ísólfsson, César Franck og Charles Tourmermire.
Hægt er að nálgast miða við innganginn og á https://tix.is/is/event/13609/ Miðaverð er 3000 kr.


Fleiri upplýsingar um viðburðina má finna á Facebook síðu og heimasíðu Hallgrímskirkju:

https://www.facebook.com/events/1083930635670949
https://www.facebook.com/events/4823612087743923
https://www.facebook.com/events/388523149808231

https://www.hallgrimskirkja.is/is/dagatal/dagatal-listi/orgelsumar-i-hallgrimskirkju-11
https://www.hallgrimskirkja.is/is/dagatal/dagatal-listi/orgelsumar-i-hallgrimskirkju-12