Skráning í fermingarfræðslu 2022-23

25. apríl 2022
Fréttir

Nú er hægt að skrá fermningarungmenni í fræðsluna veturinn 2022-23. Skráning er rafræn og hægt að nálgast skráningarsíðu að baki þessari smellu.

Í fræðslunni er lögð áhersla á fjölbreytilega og skemmtilega kristnifræðslu með samtölum, leik, og upplifun. Lögð er áhersla á vináttu, virðingu og víðsýni í fræðslunni. Ungmenninn taka þátt í nokkrum fjölskylduguðsþjónustum. Farin er ævintýraferð í Vatnaskóg. Fræðslan er á miðvikudögum eftir skóla og stendur í 60 mín. Kennt verður um grundvallaratriði kristinnar trúar og íslenskan menningararf. Ræddar verða tilvistarspurningar, t.d.

  • Hver er ég?
  • Hefur lífið einhvern sérstakan tilgang?
  • Hvaða máli skiptir Jesús Kristur og kenningar hans?
  • Hvert er hlutverk kirkju og trúar í samtímanum?