Skráning í fermingarstarf Hallgrímskirkju er að þessu sinni rafræn undir þessari smellu
hér. Fleiri upplýsingar um fermingarstarfið eru
hérna undir Börn og unglingar-Fermingarfræðsla.
Fermingastarfið hefst sunnudaginn 4. september kl. 11 með messu þar sem fermingarungmenni ásamt foreldum og/eða forráðamönnum eru boðin velkomin. Kl. 12.30 verður svo stuttur kynningarfundur þar sem hægt er að spjalla og spyrja.
Fermingarfræðslan verður svo á miðvikudögum kl. 15-16 frá 7. september til 9. nóvember á haustönn og frá 18. janúar til 29. mars á vorönn.
Einnig verður farið í ævintýralega ferð í Vatnaskóg í október.
Hlökkum til að sjá ykkur.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Hérna fyrir neðan er stutt myndband sem ber nafnið Mitt er valið. Tilgangur myndbandsins er að kynna fermingarstarf Þjóðkirkjunnar.
https://youtu.be/1ZD7haN0_B0