VOCES8 & Pétur Sakari: TWENTY! í Hallgrímskirkju

23. september
VOCES8 & Pétur Sakari: Twenty!

Einn af hápunktum tónleikaannarinnar í haust eru tuttugu ára afmælistónleikar heimsfræga breska sönghópsins VOCES8 í samstarfi við organistan Pétur Sakari, þar sem saman koma tvö stór öfl á alþjóðlegum vettvangi tónlistarinnar. Sameiginlegir tónleikar þeirra í Hallgrímskirkju í Reykjavík bjóða upp á einstakt samtal mannlegra radda og symfónísks orgels – upplifun sem áheyrendur munu seint gleyma.

Voces8

Organistinn Pétur Sakari

Pétur Sakari er einn merkasti organleikari sinnar kynslóðar en ungur að árum kom hann þá þegar fram á virtustu tónleikastöðum heims, meðal annars í Notre Dame í París og við Mariinsky-leikhúsið í Sankti Pétursborg, að tilmælum meistara á borð við Olivier Latry og Thierry Escaich. Síðan þá hefur hann haldið víðtæka tónleikaferla um Evrópu með hljómsveitum, kórum, einsöngvurum og jafnvel dönsurum.

Pétur er einkum þekktur fyrir snilli sína í orgelspuna og túlkun á hinu stórbrotna tónverkasafni symfóníska orgelsins. Hann starfar einnig sem listrænn stjórnandi tónlistarhátíða og er yfirmaður alþjóðasamskipta hjá Diapason Group. Þá hefur hann komið að ráðgjöf vegna nýja orgelsins í tónlistarhúsinu í Helsinki og gegnt starfi formanns í Organum Society.

Upptökur hans hjá BIS Records og Sony Classical hafa hlotið alþjóðleg verðlaun mikið lof. Um þessar mundir vinnur hann að upptökum á öllum orgelverkum Francks, Viernes og Liszts.

Að baki þessarar smellu má finna kynningarmyndband fyrir tónleikana á laugardaginn: The Hallgrímskirkja Concert – video

Gaman er að geta þess að sönghópurinn Voces8 fagnar 20 ára afmæli sínu á afmælisdegi organistans okkar, Björns Steinars Sólbergssonar, með þessum glæsilegu tónleikum í Hallgrímskirkju.

VOCES8 & Pétur Sakari: Twenty!20 ár með VOCES8
Laugardagur 27. september kl. 17.00
Tryggðu þér miða í Hallgrímskirkju og á Tix.is
Aðgangseyrir 9.500 kr.
 

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR