Fréttir: September 2015

Árdegismessa á miðvikudegi

22.09.2015
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna í árdegismessu í kór kirkjunnar kl. 8 miðvikudaginn 23. september. Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar en fulltrúar úr söfnuðinum leiða bænagjörð, forsöng og aðstoða við útdeilingu.  

Fyrsta kóræfing hjá barna og unglingakór Hallgrímskirkju

22.09.2015
Fyrsta æfing kórsins er þriðjudaginn 22. september kl. 16.30 - 17.30 en kórinn æfir að jafnaði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16.30 – 17.30. Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Verkefni kórsins í vetur er meðal annars söngur í fjölskyldumessu,...

Líf eftir dauða?

21.09.2015
Trúirðu að foreldrar þínir og ástvinir lifi eftir dauðann? Hvert ferð þú þegar þú deyrð? Ferðu til Guðs eða eitthvað annað eða bara ekki neitt? Telur þú að lífið slokkni þér endanlega þegar þú tekur síðasta andvarpið og þú sameinist bara moldinni eftir greftrun og framhaldslíf þitt sé minning ástvina og efnið í moldinni? Og ekkert meira en það?...

Liðug á líkama og sál á þriðjudögum

21.09.2015
Hressar samverur hjá eldri borgurum á þriðjudögum í kórkjallaranum. Samverurnar verða ávallt í vetur á þriðjudögum og föstudögum kl. 11.00 – 13.00. Hist er í kórkjallara kirkjunnar og hreyfing, súpa og spjall er meðal annars á dagskránni. Mjöll Þórarinsdóttir ofl. sjá um fjörið og bjóða alla velkomna.

Fyrirbænarmessa í kórkjallara

21.09.2015
Prestar kirkjunnar leiða notalega fyrirbænamessu í kórkjallara kl. 10.30 á þriðjudögum. Verið hjartanlega velkomin.  

Messa og barnastarf sunnudaginn 20. september kl. 11

17.09.2015
Dr. Sigurður Árni Þórðarsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Leonard Ashford. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi sér um sunnudagaskóla fyrir börnin. Verið hjartanlega velkomin til messu.  

Hádegisbæn á mánudögum

17.09.2015
Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir bænastund alla mánudaga í vetur. Stundin er hjá myndinni af Maríu mey norðanmeginn í kirkjunni. Verið velkomin til bænahalds.  

Árdegismessa á miðvikudegi

15.09.2015
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna í árdegismessu í kór kirkjunnar kl. 8 miðvikudaginn 16. september. Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar, sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson flytur hugvekju, fulltrúar úr söfnuðinum leiða bænagjörð, forsöng og aðstoða við útdeilingu.

Liðug á líkama og sál á þriðjudögum

14.09.2015
Hressar samverur hjá eldri borgurum á þriðjudögum í kórkjallaranum. Samverurnar verða ávallt í vetur á þriðjudögum og föstudögum kl. 11.00 – 13.00. Hist er í kórkjallara kirkjunnar og hreyfing, súpa og spjall er meðal annars á dagskránni. Mjöll Þórarinsdóttir ofl. sjá um fjörið og bjóða alla velkomna.