Fréttir: Ágúst 2016

Alþjóðlegt orgelsumar - Tónleikadagskrá vikunnar

09.08.2016
Níunda vika Alþjóðlega orgelsumarsins 2016 er nú hafin og framundan er alveg sérstaklega viðburðarík og spennandi vika með útgáfutónleikum, drottningararíum og Bach-veislu. Nánari upplýsingar eru inn á vef listvinafélagsins. Miðvikudagurinn 10. ágúst kl. 12 Kammerkórinn Schola cantorum mun á þennan miðvikudag halda glæsilega útgáfutónleika...

Foreldramorgnar í kórkjallara

09.08.2016
Hinir fjörugu foreldramorgnar í kórkjallaranum halda áfram í allt sumar á miðvikudögum kl. 10 – 12. Foreldrar með krílin sín eru hjartanlega velkomin. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur. Samvera sem inniheldur söng, leik og skemmtun í góðum hópi. Verið velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

08.08.2016
Þriðjudaginn 9. ágúst kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Árdegismessa

08.08.2016
Árdegismessur kl. 8 á miðvikudögum halda áfram í allt sumar. Þetta er góð leið til þess að byrja daginn, þar sem sungið er, beðið og hlýtt á hugleiðingu í góðu samfélagi. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og messuþjónar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Messa og sögustund 7. ágúst kl. 11

05.08.2016
Þessi sunnudagur er ellefti sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Messa og sögustund fyrir börnin kl. 11 í Hallgrímskirkju. Verið hjartanlega velkomin. Sr. Ása Björk Ólafsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón...

Alþjóðlegt orgelsumar - Tónleikadagskrá vikunnar

02.08.2016
Hinn hátíðlegi og fallegi þjóðsöngur Íslands, Lofsöngur, þótti löngum illsyngjanlegur fyrir venjulegt fólk auk þess sem á honum hvíldi ákveðin helgi og heyrðist hann því helst á tyllidögum. En það hefur breyst hratt á undanförnum árum. Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, hefur lagt sitt af mörkum í sumar og fært áheyrendum sínumLofsönginn...

Foreldramorgnar í kórkjallara

01.08.2016
Hinir fjörugu foreldramorgnar í kórkjallaranum halda áfram í allt sumar á miðvikudögum kl. 10 – 12. Foreldrar með krílin sín eru hjartanlega velkomin. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur. Samvera sem inniheldur söng, leik og skemmtun í góðum hópi. Verið velkomin.

Árdegismessa

01.08.2016
Árdegismessur kl. 8 á miðvikudögum halda áfram í allt sumar. Þetta er góð leið til þess að byrja daginn, þar sem sungið er, beðið og hlýtt á hugleiðingu í góðu samfélagi. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og messuþjónar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

01.08.2016
Á morgun, þriðjudaginn 2. ágúst kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum eins og ávallt á þriðjudögum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.