Fréttir: Maí 2017

Kyrrðarstund

09.05.2017
Kyrrðarstundir verða á sínum stað næsta fimmtudag 11. maí kl. 12. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir hugleiðingu og bæn og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Súpugerðarsnillingurinn Unnur matreiðir dýrindis súpu sem hægt er að kaupa á vægu verði. Verið hjartanlega velkomin.

Foreldramorgnar

09.05.2017
Foreldramorgnar eru í kórkjallara alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 – 12.00. Foreldrar með kríli og krútt eru hjartanlega velkomin. Umsjón: Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.

Árdegismessa

08.05.2017
Árdegismessa miðvikudag 10. maí kl. 8 í Hallgrímskirkju. Frábært tækifæri til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir ásamt messuþjónum. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Liðug á líkama og sál

08.05.2017
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir, Mjöll Þórarinsdóttir og Katrín leikfimiskennari sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa

08.05.2017
Þriðjudaginn 9. maí kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

06.05.2017
Á mánudögum er hádegisbæn kl. 12.15 – 12.30 sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er hjá Maríumyndinni inn í kirkjunni. Opið öllum, verið velkomin.

Messa og barnastarf 7. maí kl. 11

05.05.2017
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfinu hafa Karítas Hrundar Pálsdóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Hrönn Árnadóttir. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. Textar:  Lexía: Slm...

SUMAROPNUN

04.05.2017
Sumaropnun byrjar 1. maí. Sumaropnun er maí – september. Opnunartími kirkjunnar: kl. 9.00 – 21.00 Opnunartími turnsins: kl. 9.00 – 20.30. Turninn er lokaður á sunnudögum þegar það er messa. Hallgrímskirkja er starfandi og virk kirkja en vegna athafna og tónleika þurfum við stundum að loka kirkju og turni fyrirvaralaust.

Kyrrðarstund í hádeginu

03.05.2017
Fimmtudaginn 4. maí kl. 12 er kyrrðarstund í hádeginu. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.