Fréttir: 2023

Landskjálftar, sprenging og hjálp

09.02.2023
Fréttir
Við horfum á fallin hús á landskjálftasvæðum, syrgjum hryllinginn og íhugum eyðingu. Allt fólk leitar öryggis og spyr um hjálp og vernd á einhverju skeiði. Sprengingar verða með ýmsu móti í lífi okkar. Skjálftar verða en við ákveðum hvert við leitum og hvað verður lífsakkeri okkar. Hvar er samhengið, lífsbjörgin, trúin?

Æði-flæði fer vel af stað

08.02.2023
Fréttir
Listasmiðjan Æði-flæði fer vel af stað og það er fullt í yngsta hópinn en nokkur laus pláss eftir í miðhópnum.

Guðsmynd og guðstúlkun Hallgríms Péturssonar í Passíusálmunum

07.02.2023
Fréttir
Barátta hins líðandi konungs er meginefni Passíusálmanna og litar guðsmynd þeirra. Hvernig fjallað er um heim, manneðli, samfélag manna, kirkjuna o.s.frv. tekur mið af meginefninu. Sú mynd sem dregin er af Jesú mótar allt annað og hafði áhrif á hvernig Íslendingar liðinna alda skildu líf sitt og lífsbaráttu.

Ljósverk Sigurðar Guðjónssonar

04.02.2023
Fréttir
Ljós á kirkju og ljós í kirkju. Fuser Sigurðar Guðjónssonar og skjól fyrir Kastljós í kirkju.

Flóttakonan Rut formóðir lífsins

02.02.2023
Prédikanir og pistlar
Íhugun Sigurðar Árna Þórðarsonar á kyrrðarstund í Hallgrímskirkju.

Æði - flæði! Listasmiðjur fyrir börn og unglinga í Hallgrímskirkju

12.01.2023
Fréttir
Sköpunargleðin verður alsráðandi í barna-og unglingastarfinu í Hallgrímskirkju á vorönninni.

Jól í janúar

06.01.2023
Fréttir
Úkraínumenn komu í Hallgrímskirkju á þrettándanum. Sr Laurentiy frá Kiev las og tónaði fagurlega frá altari kirkjunnar og Alexandra Chernyshova söng. Þegar komumenn heyrðu orð og söng á eigin tungu brostu þau út að eyrum. Tár sáust á hvörmum og friður settist að í sálum fólks. Jólin voru komin! Tímatal austurkirkjunnar er annað en okkar...