Fréttir af safnaðarstarfi: 2022

Orgel og organistar í Reykjavíkurprófstsdæmi vestra.

04.05.2022
Fréttir
Orgelin og organistar í Reykjavíkurprófstsdæmi vestra flytja orgelverkið Was Gott tut, das ist wohlgetan, sálmalag og 9 tilbrigði eftir Johann Pachelbel. Þeir skipta verkinu á milli sín. Sálmalagið er nr. 214 í sálmabók kirkjunnar og heitir Gakk inn í Herrans helgidóm sem er yfirskrift myndbandsins.

Skráning í fermingarfræðslu 2022-23

25.04.2022
Fréttir
Nú er hægt að skrá fermningarungmenni í fræðsluna veturinn 2022-23. Skráning er rafræn og hægt að nálgast skráningarsíðu að baki þessari smellu. Í fræðslunni er lögð áhersla á fjölbreytilega og skemmtilega kristnifræðslu með samtölum, leik, og upplifun. Lögð er áhersla á vináttu, virðingu og víðsýni í fræðslunni. Ungmenninn taka þátt í nokkrum fjölskylduguðsþjónustum. Farin er ævintýraferð í Vatnaskóg. Fræðslan er á miðvikudögum eftir skóla og stendur í 60 mín. Kennt verður um grundvallaratriði kristinnar trúar og íslenskan menningararf.

Ástarrannsóknafundir á miðvikudögum

19.04.2022
Fréttir
Fundir um ástarransóknir. Samvinnuverkefni Hallgrímskirkju og Ástarrannsóknafélagsins. Fundir í Suðursal Hallgrímskirkju á miðvikudögum

Rósir og páskar

17.04.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir
Við getum orðið föst í kyrruviku lífsins, misst sjónar á hve dramatískt lífið er, farið á mis við að skoða möguleika í lífi okkar og lífshætti. Við getum tamið okkur lokaða heimssýn í stað opinnar. Við getum orðið föst í einhverri sprungu föstudagsins langa eða lokast á laugardegi og aldrei upplifað páska. Páskarnir eru opnun, að horfa upp, komast upp úr byrginu, að sjá að bjargið sem hefur verið okkur farartálmi eða fyrirstaða er farið og hefur verið velt frá. Okkur getur jafnvel lánast að sjá engil sitjandi á grjótinu. Boðskapur hans er: Jesús er ekki hér, hann er farinn, hann er farinn á undan ykkur, farin heim!

Upp, upp mín sál og Sigurðarafrekið

16.04.2022
Fréttir
Sigurður Skúlason las Passíusálma Hallgríms Péturssonar í tólfta en síðasta sinn opinberlega föstudaginn langa 2022. Lestur Sigurðar var hrífandi, skýr, flæðandi, látlaus, efnislega merkingartúlkandi og persónulegur. Það fór ekki fram hjá neinum að Sigurður las og túlkaði með innlifun og skilningi. Hann virti átök Hallgríms við söguefni píslarsögunnar, innlifaðist tengslagetu skáldsins við ástvininn Jesú Krist og túlkaði djúpglímu manneskjunnar Hallgríms við Guð, menn, mál og líf. Það er klassíkin í Passíusálmunum.

Frá toppi til táar

15.04.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir
Verk Jesú var guðsríkisgjörningur. Dagurinn var og er ekki laugardagur, þvottadagur líkamans. Skírdagur er dagur til að hreinsa lífið, skíra andann, sýna eðli trúarlífsins og til hvers Guðsríkið er.

Nakið altari

13.04.2022
Fréttir
Af hverju er allt tekið af altarinu í kirkjunni á skírdagskvöldi? Af hverju er altarið nakið föstudaginnlanga og allt fram á páskamorgun? Í Hallgrímskirkju sem og mörgum kirkjum heimsins er Getsemanestund á skírdagskvöldi. Eftir sálmasöng eru ljósin slökkt í kirkjunni, prestur afskrýðist hökli og síðan er lesinn texti í 14 kafla Markúsarguðspjalls um för Jesú til Getsemanegarðs. Slökkt er á altarisljósunum. Ljósastjakar, kross, bækur, vasar og dúkur eru borin fram. Þegar altarið hefur verið strípað er í Hallgrímskirkju borið fram Pelíkanaklæði Unnar Ólafsdóttur. Það er mynd fornrar sögu um pelíkana sem gaf ungum sínum af blóði sínu til að þeir mættu lifa. Þá sögu túlkuðu trúmenn aldanna sem táknsögu um að Jesús Kristur fórnaði líf sínu til að bjarga mönnum og heimi. Pelíkanaklæðinu er komið fyrir við altarið og blasir við söfnuðinum allt til páskamorguns. Þá er það borið í skrúðhús og dúkur og allir altarismunir eru bornir í kirkju til að fagna að dauðinn dó en lífið lifir. Þegar klæðinu hefur verið komið fyrir við altarið eru fimm rauðar rósir lagðar á altarið og blómin eru tákn um síðusár Jesú Krists.

Tré í kirkju og pálminn í Hallgrímskirkju

10.04.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir
Á pálmasunnudegi ættum við að leggja niður okkar eigin pálma og eigin blekkingar og opna augun fyrir djúpmálum lífsins. Nú hefst tími íhugunar á lífsdrama kristninnar sem eiginlega er um okkur, líf okkar og val. Ekkert okkar er án vanda og áfalla, en sagan er þó um að lífið er gott, Guð er nærri og sagan endar gæfulega. Af hverju er tré í kirkju?

Borgin styrkir verkefni Ólafs Elíassonar í turni

09.04.2022
Fréttir
Fimmtudaginn 7. apríl síðastliðinn skrifaði Reykjavíkurborg undir samning við Hallgrímskirkju um að taka þátt í fjármögnun á innsetningu eftir Ólaf Elíasson sem ráðgert er að verði bæði á 8. og 9. hæð í turni kirkjunnar sem stundum eru nefndar útsýnishæðirnar. Reykjavíkurborg greiðir Hallgrímskirkju samtals 20 milljónir króna í styrk sem deilist niður á þrjú ár. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigríður Hjálmarsdóttir , framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, skrifuðu undir samninginn.