Hallgrímshátíð / Minningarár – 350 Hallgríms Péturssonar

28. september

Október hefst með glans en í dag þriðjudaginn 1. október kl. 12 flytur þjóðlagatónlistarmaðurinn Chris Foster fyrirlestur um lög og laglínur Passíusálma Hallgríms Péturssonar á 17 öld. undir yfirskriftinni Upp, upp mín sáleða Up, up my soul. Fyrirlesturinn er á ensku / Hallgrímur Pétursson's Hymns of the passion in the folk music tradition of Iceland.  Ókeypis aðgangur og léttar veitingar í boði. Viðburðurinn á Facebook

Laugardaginn 5. október kl. 12 verða Hádegistónleikar / Trompet og orgel. Jón Bjarnason, organisti í Skálholtskirkju og Jóhann Ingvi Stefánsson trompetleikari. Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is Aðgangur 2.900 kr. (Tónleikarnir eru hluti af Orgóber 2024) Viðburðurinn á Facebook

Þriðjudaginn 8. október kl. 12 flytur rithöfundurinn og leikkonan Steinunn B. Jóhannesdóttir fyrirlesturinn VINIR MÍNIR, Guðríður og Hallgrímur. Ókeypis aðgangur og léttar veitingar í boði. Viðburðurinn á Facebook

Þriðjudaginn 15. október kl. 12 Fræðsluerindi um sýninguna Hallgrímshorfur – Hallgerður Hallgrímsdóttir ræðir gvernig ung listakona glímir við aldagamalt sálmaskáld og kveðskap frá 17. öld ? Hugleiðingar listakonunnar Hallgerðar um sýninguna og nokkrar myndir af sýningunni má finna í viðhengi. Ókeypis aðgangur og léttar veitingar í boði. Fleiri upplýsingar um Hallgerði má einnig finna á heimasíðu hennar.  Viðburðurinn á heimasíðu Hallgrímskirkju.

Sunnudagur 20. október kl. 17.00 
TVÆR HLIÐAR HALLGRÍMS

Tónlistarhópurinn Umbra Ensemble mun vinna með valið efni úr bókinni „Hvað verður fegra fundið?“ en bókin kemur út í október fyrir Minningarár Hallgríms Péturssonar - 350. M.a. frumsamið efni. Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is og er aðgangur 3.900 kr. Viðburðurinn á Facebook

Þriðjudaginn 22. október kl. 12.00
Hallgrímur í tónum / Fræðsluerindi. Sigurður Sævarsson tónskáld og skólastjóri og Björn Steinar Sólbergsson Tónlistarstjóri Hallgrímskirkju og organisti fjalla um Hallgrímspassíu Sigurðar og tónlist á Minningarári – 350. Ókeypis aðgangur og léttar veitingar í boði. Viðburðurinn á Facebook

Miðvikudagur 23. október kl. 12.
Umræður og ganga um sýninguna HALLGRÍMSHORFUR (eingöngu á íslensku)
Myndlistarsýning á verkum Hallgerðar Hallgrímsdóttur, unnin út frá lífi og list Hallgríms Péturssonar og samþætt sex kirkjustöðum sem tengjast honum. Augnablik sem veita áhorfendum aðgang að hugleiðingum um líf og list tveggja einstaklinga mjög svo ólíkra tímaskeiða þar sem Hallgrímur er fæddur á 1614 en Hallgerður 370 árum síðar. List hans liggur í tungumálinu en hennar í ljósmyndun.
Hallgerður lauk MA gráðu í myndlist frá Valand listaháskólanum í Gautaborg og hafði áður lokið námi frá listaháskólanum í Glasgow með áherslu á ljósmyndun.
Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir og mun sýningin standa fram að aðventu. Viðburðurinn á Facebook

Fimmtudagur 24. október kl. 20.00
Hallgrímsmessa. Kór Breiðholtskirkju, stjórnandi Örn Magnússon.
Sungið er messutón úr Graduale frá Hólum (1594) og inn í það fléttað sálmum meðal annars eftir Hallgrím Pétursson og Jón Þorsteinsson píslarvott. Ekkert hljóðfæri er notað við messugjörðina. Viðburðurinn á Facebook

Föstudagur 25. október kl. 17
ÚGÁFUHÓF / Hvað verður fegra fundið?
Tvímálaútgáfa á 50 völdum textum úr verkum Hallgríms Péturssonar á ensku og íslensku. Valið hafa Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir og Margrét Eggertsdóttir, sem einnig er ritstjóri útgáfunnar. Léttar veitingar og skemmtilegar uppákomur. Léttar veitingar í boði. Viðburðurinn á Facebook

Sunnudaginn 27. október kl. 11 verður Hátíðarmessa vegna vígsluafmælis Hallgrímskirkju og m.a. verk Daníels Þorsteinssonar, Toccata yfir Gefðu að móðurmálið mitt, frumflutt í hátíðarmessu í Hallgrímskirkju í tilefni af 350 ára ártíð Hallgríms Péturssonar. (Hluti af Orgóber 2024)

Lokaviðburðu Hallgrímshátíðar er flutningur á Hallgrímspassíu eftir íslenska tónskáldið Sigurð Sævarsson. Sunnudaginn 27. október kl. 17.00
Viðburðurinn á Facebook og á heimasíðu kirkjunnar.

Hallgrímspassía Sigurðar Sævarssonar.
Flytjendur eru Kór Hallgrímskirkju og Kammersveit Reykjavíkur, með Unu Sveinbjarnardóttur, konsertmeistara ásamt einsöngvurum.
Steinar Logi Helgason stjórnar og Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel og einsöngvararnir Jóhann Smári Sævarsson bassi, Fjölnir Ólafsson barítón, Stefán Sigurjónsson bassi, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór, Þorbjörn Rúnarsson tenór og Hildigunnur Einarsdóttir alt. Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is og er aðgangseyrir 5.400 kr.

HALLGRÍMSKIRKJA – STAÐURINN OKKAR!

Þriðjudagur 29. október kl. 12
Hallgrímur og sorgin / Fræðsluerindi
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Eiríkur Jóhannsson flytja síðasta fræðsluerindi októbermánaðar. Nánari upplýsingar birtast á heimasíðu kirkjunnar og samfélagsmiðlum innan skamms.