Fréttir: Nóvember 2015

Hátíð fyrsta sunnudag í aðventu

27.11.2015
Hátíð í Hallgrímskirkju 29. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu.   Hátíðarmessa kl. 11.00 Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt dr. Sigurði Árna Þórðarsyni og Unni Halldórsdóttur djákna. Messuþjónar aðstoða. Lesarar eru Erla Elín Hansdóttir, Bjarni Gíslason, Kristín Ólafsdóttir, Elín Sigrún Jónsdóttir...

Orgeltónleikar: Nú kemur heimsins hjálparráð

27.11.2015
Tónleikar í hallgrímskirkju kl. 12 laugardaginn 28. nóvember. Björn Steinar Sólbergsson flytur aðventutónlist eftir Bach og Guilmant. Upptaktur að fallegri stemningu í Hallgrímskirkju á aðventunni. Aðgangseyrir kr. 2000. Listvinir fá 50% afslátt.

Hugmyndin að Hallgrímskirkju

25.11.2015
Guðjón Samúelsson teiknaði Hallgrímskirkju og ekkert var sjálfgefið eða sjálfsagt um stíl kirkjunnar eða hönnun. Pétur Ármannsson, arkitekt, þekkir öðrum betur verk og hugmyndir Guðjóns. 29. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu mun Pétur skýra hvernig hugmyndin um kirkjuna varð til, frá menningarlegu og fræðilegu samhengi og í hverju átök um...

Hvenær byrjar dagurinn?

23.11.2015
Öll fimmtudagshádegi eru kyrrðarstundir í Hallgrímskirkju kl. 12. Orgelleikur og íhugun og súpa á eftir. Fimmtudaginn 26. nóv. leikur Hörður Áskelsson á hljóðfærið og Sigurður Árni Þórðarson flytur hugvekju.

Styrktartónleikar Bolvíkingafélagsins sunnudaginn 22. nóvember kl. 16

22.11.2015
Bolvíkingafélagið stendur fyrir fjáröflunartónleikum í Hallgrímskirkju á sunnudaginn 22. nóvember til styrktar orgelsjóði Hólskirkju í Bolungarvík. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og margir flottir tónlistar gefa vinnu sína til styrktar þessu flotta málefni. Allir sem koma að tónleikunum tengjast Bolungarvík. Má þar nefna Karlakórinn Esju...

Messa á síðasta sunnudegi kirkjuársins

20.11.2015
Sunnudagurinn 22. nóvember er samkvæmt tímatali kirkjuársins sá síðasti fyrir aðventu.  Messa og barnastarf  hefst kl. 11.00.  Inga, Rósa og Sólveig Anna sjá um barnastarfið.  Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Leonard Ashford þjóna í messunni ásamt hópi messuþjóna.  Organisti er Hörður Áskelsson og félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða...

Himinfleki og krossfesting

19.11.2015
Yfir höfðum fólks í Hallgrímskirkju er fljúgandi himinfleki. Ský og blámi eru tákn um himinn ofar hvelfingum og þaki. Himinnflekinn eiginlega opnar hvelfingu kirkjubyggingarinnar og hjálpar okkar að sjá ofar og víðar en venjulega. Helgi Þorgils Friðjónsson málaði þennan stóra fleka í tilefni af 100 ára afmæli Kristnitökunnar og kom fyrir á...

Fimmtudagsæfing barna og unglingakórs Hallgrímskirkju

18.11.2015
Fimmtudaginn 19. nóvember kl. 16.30 – 17.30 er æfing hjá kórnum, sem hefur farið vel af stað í vetur. Hann æfir að jafnaði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum á þessum tíma. Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Verkefni kórsins í vetur er meðal annars söngur...

Krílasálmar á fimmtudögum

18.11.2015
Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir ung börn og foreldra þeirra, þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva börnin. Í tímunum sem er kl. 13.00 – 14.00 á fimmtudögum, er notast við sálma, íslensk þjóðlög og þekkt barnalög, yfirtónarík hljóðfæri og forvitnilegan hljóðheim. Leiðbeinendur eru Arngerður María Árnadóttir, organisti...