Fréttir: Júní 2015

Fyrirbæn og morgunmessa

29.06.2015
Fyrirbænamessur eru í kórkjallara Hallgrímskirkju alla þriðjudaga kl. 10,30. Árdegismessur eru í kór kirkjunnar á miðvikudagsmorgnum kl. 8 árdegis. Messuþjónar íhuga, biðja bænir og útdeila ásamt með presti. Allir velkomnir.

Iceland in Motion — Hallgrímskirkja

28.06.2015
Ever wondered how Reykjavík looks from the birds - or angels - point of view? Take a tour of the capital's most distinctive landmark, located in the heart of the city, with your guides from Iceland Review Online, from an angle you've never seen before. The link to the site is behind this click!

Skrifað í rykið

28.06.2015
Þegar sólin dansar á himninum og færir okkur langþráða birtu sumars sem nú strax er á undanhaldi þá dansa rykkornin og leggjast mjúklega og safnast saman í breiður á borðinu mínu.  Vís kona sagði  við mig eitt sinn að hafa ekki áhyggjur þó rykið safnist á mubblur og borð – skrifaðu heldur í rykið og hafðu ekki áhyggjur af því að þurrka það...

Messa 28. júní og sögustund fyrir börnin

25.06.2015
Messa og sögustund sunnudaginn 28. júní kl. 11.00.  Í messunni kemur fram hópur söngvara frá Bretlandi sem hafa æft hér á landi undir stjórn Jeremy Jackman.  Hópurinn kallar sig RBS Europe Singers en strax að lokinni messu halda þau stutta tónleika í kirkjunni.  Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng og organisti er Hörður...

Dans, týndir bræður og hrútar

22.06.2015
Veisluglaumurinn í Reykjavík í nótt var ekki aðeins í miðbænum eða við skemmtistaðina. Þúsundir efndu til hátíða vegna háskólaútskrifta. Tilefni fyrir fjölskyldur að koma saman og gleðjast yfir áföngum og sigrum. Á öllu stór-Reykjavíkursvæðinu var fagnað og gleðin ríkti víðast frá því um kvöldmat og fram að miðnætti. Prúðbúið fólk var á ferð....

Messan 21. júní og týndir synir

18.06.2015
Messa og sögustund í Hallgrímskirkju kl. 11 árdegis sunnudaginn 21. júní. Kór frá Bragernes í Noregi syngur í messunni undir stjórn Jörn Fevang auk félaga í Mótettukórnum. Organisti Hörður Áskelsson. Eftirspil leikur Eivind Berg, organisti í Drammen. Sr. Sigurður Árni Þórðarson predikar og þjónar fyrir altari ásamt með sr. Tómasi Sveinssyni....

Söngur þjóðar

18.06.2015
Árið 1874 heimsótti konungur Dana Ísland til að fagna með Íslendingum á afmæli þúsund ára byggðar í landinu og til að afhenda frelsisskrá. Þá var haldin þjóðhátíð á Íslandi. Innblásin af skilum tímans orktu skáldin ljóð og hátíðakvæði. En skáldprestinum Matthíasi Jochumssyni var ekki gleði í huga þegar kóngur kom. Honum og þjóð hans var...

Konur á Alþjóðlegu orgelsumri

18.06.2015
Haldið er upp á 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna um þessar mundir og á það því vel við að konur láta ljós sitt skína þessa dagana á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju. Ber þar fyrst að nefna orgeldívuna Ivetu Apkalna en hún er án efa ein af skærustu stjörnum orgelheimsins í dag. Það eru hins vegar Lenka Mateova, orgel og...

Trúir þú á Guð?

15.06.2015
Hvað áttu mörg andartök eftir af þessu lífi? Andartökin eru vegna lífsins, nauðsynleg lífi manna og þegar lífi lýkur verða síðustu andartökin. Í prestsstarfinu hef ég kynnst fólki sem hefur kviðið þeirri stundu að finnast það vera kafna. Sum hafa sagt mér að þau óttist meira tilfinningu andnauðarinnar en því að lífið fjari út. Hvaða afstöðu...