Fréttir: Júní 2015

Þjóðhátíð Hallgrímskirkju 17. júní

15.06.2015
Þrennt verður á dagskrá þjóðhátíðardags 17. júní. Árdegismessa verður kl. 8 árdegis. Prestur Sigurður Árni Þórðarson. Íhugun Grétar Einarsson. Hádegistónleikar kammerkórsins Schola cantorum eru kl. 12:00 og af því tilefni verða eingöngu íslensk þjóðlög og ættjarðarlög á efnisskránni. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Þjóðhátíðarbæn kl. 16....

Árdegismessur í Hallgrímskirkju

08.06.2015
Í hverri viku ársins er boðið til árdegismessu í Hallgrímskirkju á miðvikudagsmorgnum kl. 8. Þessar messur eru um hálftíma langar með ritningarlestri, hugleiðingu og bæn sem undanfara máltíðar Drottins. Að messu lokinni er gengið til safnaðarheimilis, þar sem þátttakendur skiptast á að reiða fram morgunverð. Morgunmessurnar eru í kór...

Tuttugasta og þyrsta öldin

08.06.2015
Fyrir viku síðan var ég í Stavanger í Noregi. Margir fiskibátar voru í höfninni rétt eins og í okkar borg og sjávarplássum um allt land. Sjávarfuglarnir voru alls staðar sýnilegir og heyranlegir. Í Stavanger hafa síðustu ár verið mikil útgerðarumsvif vegna olíuvinnslu. Stavanger er Texas norðursins. Stórir prammar, risa-dráttarbátar og stór...

Gangan

04.06.2015
Náð sé með yður og friður frá honum sem er, var og kemur. “ „Það var raunveruleg hugsun hjá mér: Þú gætir dáið hér. Þetta gæti verið stundin,“ segir þingmaður um vélsleðaslys sem hann lenti í nú fyrir skömmu „Ég bara bað, ég bað til Guðs: Ekki núna.“ Hvað hugsanir eru það sem þjóta í gegnum hugann þegar okkur finnst öll sund vera að lokast og við...

Messa og sögustund á Sjómannadegi

04.06.2015
Sunnudagur 7. júní er fyrsti sunnudagur eftir þrenningarhátíð og sjómannadagurinn. Í Hallgrímskirkju er messa kl. 11.00. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða almennan messusöng. Organisti er Eyþór Franzson Wechner. Barn borið til skírnar. Sögustund fyrir börnin...

Fermingar 2016

04.06.2015
Fermingarstarfið í Hallgrímskirkju er fyrir alla sem vilja taka þátt í skemmtilegri og gefandi dagskrá, læra um lífið, menninguna og kristna trú, uppgötva leynda hæfileika og rækta góð og gefandi tengsl. Ef þú ert fæddur eða fædd árið 2002 og vilt fermast í Hallgrímskirkju getur þú skráð þig á vefnum til að taka þátt í fermingarstarfinu okkar og...

Nýsköpun á hátíð heilags anda

04.06.2015
Nýsköpun í listum verður mikil á hátíð heilags anda í Hallgrímskirkju á hvítasunnunni. Á hvítasunnudag verður opnuð myndlistarsýningin „Borg Guðs“ í Hallgrímskirkju í lok hátíðarmessu klukkan 12.15. Rósa Gísladóttir sýnir fjögur verk í forkirkjunni og eitt á Hallgrímstorgi. Í hátíðarmessunni frumflytur Mótettukórinn nýtt verk, Pater noster, eftir...