Fréttir: 2015

Guðsþjónusta á Hallgrímsdegi kl. 20.00

23.10.2015
Hátíðarguðsþjónusta verður  þriðjudaginn 27. október kl. 20.00 á Hallgrímsdegi.  Dr.Einar Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt prestum Hallgrímssafnaðar.  Mótettukórinn leiðir söng í guðsþjónustunni og flytur fjölbreytta tónlist m.a. Singet dem Herrn ein naues Lied, mótuettu fyrir tvo kóra eftir J.S. Bach, Pater Noster, verk...

Hátíðarmessa 25. október kl. 11

22.10.2015
Hátíðarmessa kl. 11:00. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar. Auk hans þjóna í messunni biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, vígslubiskupinn í Skálholti, Kristján Valur Ingólfsson, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur, dr. Sigurður Árni Þórðarson, séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir, dr. Sigurður Pálsson, sr. Birgir Ásgeirsson og...

Útgáfa sögu Hallgrímskirkju á 75 ára afmæli safnaðarins

22.10.2015
Í tilefni af 75 ára afmæli Hallgrímssafnaðar í Reykjavík hefur Hallgrímskirkja gefið út sögu safnaðarins. Dr. Sigurður Pálsson fyrrum sóknarprestur í Hallgrímskirkju ritaði söguna sem ber yfirskriftina Mínum Drottni til þakklætis, Saga Hallgrímskirkju. Bókin er 232 bls. og ríkulega myndskreytt.  Sunnudaginn 25. október verður  útgáfunni fagnað...

Liðug á líkama og sál á föstudögum

22.10.2015
Hressar samverur hjá eldri borgurum á föstudögumí kórkjallaranum. Samverurnar verða ávallt í vetur á þriðjudögum og föstudögum kl. 11.00 – 13.00. Hist er í kórkjallara kirkjunnar og hreyfing, súpa og spjall er meðal annars á döfinni. Helga Þorvaldsdóttir sér um fjörið og allir eru hjartanlega velkomnir.

Kóræfing á fimmtudögum hjá barna og unglingakór Hallgrímskirkju

22.10.2015
22. október kl. 16.30 – 17.30 er æfing hjá kórnum en hann æfir að jafnaði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum á þessum tíma. Kórinn hefur farið vel af stað í vetur og lofar góðu.  Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Verkefni kórsins í vetur er meðal annars...

Krílasálmar á fimmtudögum

21.10.2015
Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir ung börn og foreldra þeirra, þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva börnin. Í tímunum er notast við sálma, íslensk þjóðlög og þekkt barnalög, yfirtónarík hljóðfæri og forvitnilegan hljóðheim. Leiðbeinendur eru Arngerður María Árnadóttir, organisti Laugarneskirkju og Inga...

Kyrrðarstund fimmtudaginn 22. október

21.10.2015
Í kyrrðarstundinni 22. október leikur Hörður Áskelsson á orgel Hallgrímskirkju og  Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur hugvekju. Samveran hefst kl. 12.00 og er í hálftíma. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpa og brauð á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir.

Kóræfing á Þriðjudögum hjá barna og unglingakór Hallgrímskirkju

20.10.2015
Ídag 20. október kl. 16.30 – 17.30 er æfing hjá kórnum en hann æfir að jafnaði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum á þessum tíma. Kórinn hefur farið vel af stað í vetur og lofar góðu.  Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Verkefni kórsins í vetur er meðal...

Fyrirbænastund í kórkjallara

19.10.2015
Fyrirbænastundir eru í kórkjallara Hallgrímskirkju alla þriðjudaga kl. 10:30. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til prestanna sem stýra þessum athöfnum. Netföng þeirra eru irma@hallgrimskirkja.is og s@hallgrimskirkja.is. Allir eru velkomnir og svo eru samfélagsskapandi samræður yfir kaffi og veitingum eftir að helgistundum lýkur.