Fréttir: Október 2016

Kraftaverk í Hallgrímskirkju

14.10.2016
Messa og barnastarf 16. nóv. kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson talar um kraftaverk í prédikun og þjónar fyrir altari ásamt sr. Þorvaldi Karli Helgasyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfinu hefur Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi. Kaffisopi eftir...

Fyrsti kvenfélagsfundur vetrarins!

13.10.2016
Á fyrsta kvenfélagsfundi vetrarins sem hefst kl. 20.00 í suðursal kirkjunnar mun Sigríður Jóna Norekvist, fyrrverandi kirkjuvörður segja frá því þegar hún starfaði hér við kirkjuna í kringum vígsluna. Núna í október fagnar Hallgrímskirkja 30 ára vígsluafmæli en Sigríður Jóna starfaði þegar hún var vígð og ætlar að segja okkur frá því. Í boði...

Kyrrðarstund

11.10.2016
Kyrrðarstund er á sínum stað og verður fimmtudaginn 29. september kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Prestur er sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og organsti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin!

Árdegismessa

10.10.2016
Miðvikudaginn 12. október kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Messan er frábær leið til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir ásamt messuþjónum. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Liðug á líkama og sál

10.10.2016
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir og Mjöll Þórarinsdóttir sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

10.10.2016
Á morgun, þriðjudaginn 11. október kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn fellur niður í dag

10.10.2016
Hádegisbæn sem er alla jafna kl. 12.15 - 12.30 á mánudögum fellur í dag niður vegna jarðarfarar. Verið velkomin í næstu viku.  

Messa og barnastarf 9. október kl. 11

07.10.2016
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með barnastarfi hefur Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin!

Súper gagnrýni á Meditatio með Schola cantorum

06.10.2016
Kammerkórinn okkar Schola cantorum gaf út í sumar nýjan geisladisk, Meditatio. Sænski músíkútgáfurisinn BIS sá um framleiðsluna. Nú hefur Musicweb - International birt gagnrýni John Quinn og hann lofar diskinn og flytjendur. Hann segir „On all counts this disc is a winner.“ Hann skrifar líka: ,,This is truly an outstanding disc. The choir...