Fréttir: Janúar 2017

Liðug á líkama og sál á nýju ári

09.01.2017
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Þar er á dagskránni leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir, Mjöll Þórarinsdóttir og Katrín leikfimiskennari sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrsta fyrirbænamessa ársins

09.01.2017
Á morgun, þriðjudaginn 10. janúar kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Pabbar eru líka fólk.

08.01.2017
Karlarnir eru hástökkvarar trúaruppeldisins. Hlutverk þeirra er ekki lengur að vera á kafi í steypu og puði heldur í velferð og lífshamingju barna sinna. Í predikun 8. janúar var rætt um Jesúafstöðuna, trúaruppeldi og hlutverk karla. Prédikunin er bæði á tru.is og sigurdurarni.is

Hádegisbæn byrjar aftur á morgun 9. janúar

08.01.2017
Mánudaginn 9. janúar er stutt bænastund í hádeginu kl. 12.15 – 12.30 sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er inn í kirkju hjá myndinni af Maríu mey. Verið hjartanlega velkomin.

Messa og barnastarf

06.01.2017
Messa fyrsta sunnudags eftir þrettánda verður 8. janúar kl. 11. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Upphaf barnastarfsins í umsjón Ingu Harðardóttur, æskulýðsfulltrúi.

Jólin hans Hallgríms í Þýskalandi

03.01.2017
Jólin hans Hallgríms í Þýskalandi Fyrir jólin kom út í Þýskalandi bókin Norræn jól (Skandinavische Weinachten) hjá Oetinger forlaginu í Hamborg. Þar er meðal annars að finna þýðingu Florence Groizier á Jólunum hans Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur með myndum Önnu Cynthiu Leplar. Í bókinni er auk þess birt Jólasveinakvæði Jóhannesar úr...